Þakkarbréf frá Geldingarlæk

Þakkarbréf frá Geldingarlæk

  • 19.05.2008

Þar sem verið er að leggja meðferðarheimili Barnaheilla að Geldingarlæk niður langar okkar og koma eftirfarandi þakkarbréfi á framfæri fyrir dyggann stuðning í gegnum árin.

Geldingalæk 18. maí 2008

Ágæti lesandi,
Þar sem verið er að leggja niður Meðferðarheimili Barnaheilla að Geldingalæk langar okkur til að þakka félögum í Kiwanisklúbbnum Höfða í Grafarvogi fyrir óeigingjarnt starf í þágu heimilisins.  Þeir hafa heimsótt heimilið reglulega tvisvar á ári í rúm tíu ár.  Þeir hafa mætt hér galvaskir 1. maí ár hvert.  Vinnuframlag þeirra ber víða merki á Geldingalæk, hafa þeir meðal annars komið að; girðingarvinnu, smíðavinnu, málningavinnu, trjáplöntun og fleira.  Í okkar tíð, síðastliðin fjögur ár, hafa þeir málað þak á útihúsum, stækkað vinnusvæði í skemmu, málað íbúðarhús að innan, komið að girðingarvinnu, og lagt gólfefni í íbúðarhúsi.  Þá hafa þeir komið fyrir jól færandi hendi.   Þeir hafa gefið krökkunum útifatnað, fótbolta, flugelda  o.fl.  Einnig hafa þeir fært heimilinu spil af öllu tagi, bækur,  tæknilegó o.fl.  
Við höfum átt frábær samskipti við félaga úr Kiwanisklúbbnum Höfða.  Allir heimilismenn hafa notið komu þeirra.  Það er ómetanlegt fyrir heimili sem Geldingalæk að eiga svo góða hollvini.  Það hefur verið notalegt að finna þær góðu hugsanir sem frá þeim streyma.
Okkur langar að lokum til að gefa einum skjólstæðingi okkar orðið:
„Mér finnst gaman hvernig þeir voru við okkur og vænt um gjafirnar sem þeir gáfu okkur og er mjög þakklátur fyrir það.  Það var spennandi að fá þá fyrir jólin og var það stór partur af jólunum á Geldingalæk."

Við óskum Kiwanisklúbbnum Höfða í Grafarvogi alls hins besta um ókomna framtíð.

Með kærri kveðju frá öllu heimilisfólki að Geldingalæk,

Yngvi Karl og Kristín