Kiwanismenn sigursælir í Eyjum

Kiwanismenn sigursælir í Eyjum

  • 18.05.2008

Í gær var haldið á golfvellinum í Eyjum hið árlega klúbbamót þar sem keppa Kiwanisklúbburinn Helgafell, Oddfellow, og Akóges frá Eyjum og Reykjavík, og í ár voru það Kiwanismenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar.

Mótið fór fram við góðar aðstæður, enda völlurinn kominn í frábært ástand og létu menn sem komu frá Reykjavík vel að aðstæðum til golfyðkunar. Að móti lokunu var boðið upp á dýrindis máltíð og að síðustu fór fram verðlaunaafhending. Klúbbarnir vilja síðan koma fram þökkum til þeirra sem styrktu þetta mót af miklum myndarskap.

Nánar má sjá úrstlitin inni á www.golf.is