Kynning á Kiwanis

Kynning á Kiwanis

  • 07.05.2008

Kötlufélagar settu af stað fjáröflunarverkefni fyrir styrktarsjóð. Fluttu þeir inn nokkuð magn af veglegum “vindhönum” sem þeir ætla að selja í sumar. Sumarbústaðaeigendur og félagasamtök eru markhópur.

Tilraun var gerð til í þessu tilefni með því að leigja bás á sýningunni "Sumarhús og garðar" sem haldin var í Fífunni í Kópavogi í byrjun vors og "slógu þeir þar tvær flugur í einu höggi". Kynntu Kiwanisstarfið og Hanana sína. Var þessu vel tekið. Ekki var nú salan mikil, rétt stóð undir kostnaði en þó nokkuð margir sýndu áhuga á starfsemi Kiwanis og tveir aðilar vildu koma á kynningarfund Kötlufélaga sem verður með fyrstu fundum hausts. Vonast Kötlufélagar að fleiri taki við sér í sumarsölunni því áætlað er að halda þessu striki áfram, þ.e. að kynna Kiwanisstarfið og safna í styrktarsjóð með vindhana sölu.
Hefur þetta framtak Kötlu vakið nokkra eftirtekt. Sendi Eldeyjar félagi og fyrrum Kötlu félagi, Gunnar Kr.
þeim þessa limru um söluna.

 


Göngumenn trítla á tindana,
en prestarnir segja til syndanna.
Og í Kötlunni á,
(það kankvísir sjá,)
að losa sig við nokkra vindhana.

   GKS