Fréttatilkynning

Fréttatilkynning

  • 02.04.2008

Svæðisráðsfundur Þórssvæðis var var haldinn laugardaginn 29. mars í Þórshöfn í Færeyjum og mættu þar 27 Kiwanisfélagar frá Íslandi ásamt 7 mökum alls 34 og í tenglsum við fundinn var fóru  Kiwanisfélagar frá Íslandi og Færeyjum auk 8 kvennfélagskonum frá Ísafirði samtals 50 til Skálavíkur í Sandey sunnudaginn
30.mars.

Við athöfn í Skálavík afhenti Gylfi Ingvarsson umdæmisstjóri Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar styrk frá Styrktarsjóði umdæmisins til Barnaheimilisins Leikan í Skálavík að upphæð verðgildis 1.000.000 ísl. kr. til kaupa á leiktækjum, Gylfi sagð styrkinn tilkominn sem stuðning við bæjarfélagið sem varð fyrir miklu tjóni í vetur Gunnlaugur svæðisstjóri Þórssvæðis var umdæmisstjóra til aðstoðar, Palli Olsen v.bæjarstjóri og Tora Millhamer leikskólastjóri tóku við styrknum og sagði Palli Olsen að í Skálavík hefði orðið mikð tjón í miklu óveðri sem varð á Kyndilmessu 2. febrúar sl. og voru sýndar myndir af tjóninu og björgunaraðgerðum.
Palli þakkaði stórhug og velvilja Kiwanismanna á Íslandi við börnin í bæjarfélaginu og bað fyrir bestu kveðjur og þakkir til stjórnar sjóðsins og Kiwanismanna á Íslandi, að athöfn lokinni var leikskólinn skoðaður.

Meðfylgjandi eru
Myndir frá athöfninni og gjafarbréf sem fylgdi gjöfinni

Kiwanis Kiwanis - Látum hug fylgja máli
Gylfi Ingvarsson umdæmisstjóri.

Gjafabréfið má nálgast með því að klikka HÉR