Helgafell gefur umferðarljós

Helgafell gefur umferðarljós

  • 25.03.2008

Í morgun voru ný umferðar ljós tekin í notkun á gatnamótum Heiðarvegar og Bessastígs í Vestmannaeyjum. Ljós þessi eru gjöf frá Kiwanisklúbbnum Helgafelli undir kjörorðinu Börnin fyrst og fremst.

Fyrir nokkurum árum gáfu Helgafellsfélagar gangbrautarljós á Illugagötu og má segja að þetta sé svona áframhald af því verkefni þar sem þetta er á mikilli gönguleið barna til og frá skóla í Íþróttamiðstöð bæjarinns þar sem börnin stunda sína leikfimi og sundkennslu. Það var Gunnlaugur Grettisson forseti bæjarstjórnar sem tók við gjafabréfi vegna ljósana úr hendi Gílsa Valtýssonar forseta Helgafells. Það voru síðan nemendur 6 bekkjar Grunnskólanns sem tóku ljósin formlega í notkun og einnig var lögreglan á staðnum og útskýrði noktun ljósanna fyrir börnunum sem að loknu þessu verkefni þáðu svaladrykk og súkkulaði sem þakklætisvott frá félögum úr Helgafelli.
Þessi umferðaljós virka þannig að alltaf logar grænt ljós á Heiðarveg þar sem umferðarþungi er mjög mikill en nemar  eru staðsettir í götunni til að stjórna þessu. Þega umferð kemur frá Bessastíg eða börn styðja á hnappinn þá kemur rautt ljós á Heiðarveg og gangandi vegfarendur fá grænt ljós ásamt umferð frá Bessastíg.
Upphaflega átti bara að setja upp gangbrautarljós en það samræmdist ekki reglum þar sem þetta eru gatnamót og því varð að fara út í þessa framkvæms sem jú bæði var kostnaðarsamari og viðameiri.