Svæðisráðsfundur Eddusvæðis

Svæðisráðsfundur Eddusvæðis

  • 14.03.2008

FUNDARBOÐ
2. Svæðisráðsfundur Eddusvæðis verður haldinn, laugardaginn 29. mars 2008
í matsal   BM Vallá. Borgarbraut 74. í Borgarnesi  og hefst kl.10.00.
Til fundar eru boðaðir forsetar, ritarar og kjörforsetar.  Aðrir félagar eru velkomnir.

Dagskrá fundarins.

1. Fundur settur.
2. Kynntar mætingar og fundarmenn kynna sig.
3. Lesin fundargerð síðasta svæðisráðsfundar.
4. Skýrsla svæðisstjóra.
5. Skýrslur forseta klúbbanna.
6. Umræður um skýrslur og spurningar.
7. Fréttir frá Umdæminu.
8. Hjálmaverkefni.
9. Kynning á svæðisstjóra Eddusvæðis 2008-2009.  Helgi Straumfjörð, Kötlu og staðfest kjör hans.
10. Kosning og kynning á kjörsvæðisstjóra í Eddusvæði 2008-2009.
11. Umræður um starfið.
12. Önnur mál.
13. Fundi slitið.

        Að fundi loknum verður boðið uppá kjarnagóða súpu og brauð og verður kostnaði við það stillt í hóf. ( 500-800 kr pr mann)

Að lokinni máltíð  kemur sveitarstjóri Borgarbyggðar og býður öllum fundarmönnum í ca. 1. klst rútuferð  um Borgarnes og fer um bæinn, sýnir helstu staðina og segir hvað er á döfinni og því sem framkvæmt hefur verið og fyrirhugað er að framkvæma og að sjálfsögðu svarar hann spurningum frá fundarmönnum.

Ég á von á því að skoðunarferðinni ljúki um kl 14,00.

Svæðisstjóri Eddusvæðis
Jón Heiðarsson