Fréttir frá Mosfelli.

Fréttir frá Mosfelli.

  • 06.03.2008

Á fundi hjá Kiwanisklúbbnum Mosfelli þ. 23. janúar sl. afhenti Óskar Guðjónsson erlendur ritari Umdæmisins klúbbnum "Fjölgunarbikarinn" svonefnda,  fyrir mestu fjölgun í klúbb í fyrra þ.e. 2006-2007. Mosfellingum fjölgaði þá  um 5 félaga  eða tæp 30%.

Miðvikudaginn 5. mars héldu klúbbarnir Mosfell og Eldey sameiginlegan fund í Hlégarði í Mosfellsbæ. Ræðumaður var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og var gerður góður rómur að ræðu hennar eins og hennar var von og vísa. Á fundinum voru um 50 manns.
Á myndinni ásamt henni eru Erlendur Fjeldsted form. Dagskrárnefndar Mosfells, Pétur Baldvinsson forseti Mosfells og Óskar Guðjónsson forseti Eldeyjar.
 
Með Kiwaniskveðju,
 
Sigurður Skarphéðinsson

         Þorgerður Katrín mentamálaráðherra í ræðustól