Félagafjölgun hjá Eldey

Félagafjölgun hjá Eldey

  • 06.12.2007

Í gær bættist nýr Eldeyjarfélagi, Hrafn Sabir Kahn, í hópinn. Umdæmisstjóri, Gylfi Ingvarsson, sá um innsetningarathöfnina. Gylfi var jafnframt gestur fundarins og las um 40 Eldeyjarfélögum pistilinn.
Talaði hann m.a. um óbeinar afleiðngar K-dagsins, sem lytu að þeirri kynningu sem hreyfingin varð aðnjótand. Nú flykkjast tþaþmþ áhugasamir gestir á fundi margra klúbba. Eldey hefur ekki farið varhluta af þessar athygli. Það sem af er starfsárinu hafa alls tíu gestir komið á kynningarfundi. Sabir er vonandi sá fyrsti af þeim sem okkur tekst að laða til liðs við hreyfnguna. Myndin sýnir Sabir ásamt meðmælendum og umdæmisstjóra.
Annars er allt gott að frétta úr Kópavoginum. Félagar eru ánægðir með vasklega framgöngu klúbbsins á K-degi. Starfið hefur farið af stað með krafti og mikið í gangi. M.a. er verið að kynda undir að félagar fjölmenni á heimsþing í Orlando og skelli sér í siglingu á eftir!!!. Um 10 pör hafa sýnt ferðinni áhuga og er ákveðin undirbúnigsvinna hafin.

Með bestu aðventu- og Kiwaniskveðjum

Óskar Guðjónsson
forseti Eldeyjar