Sala á K-lyklinum hafin

Sala á K-lyklinum hafin

  • 04.10.2007

Þá er sala á K-lyklinum í landssöfnunni „Lykill að lífi" farin í gang og hófst hún með þvi að Umdæmisstjóri Gylfi Ingvarsson afhenti heilbrigðisráðherra Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrsta lykilinn
 

Kiwanishreyfingin mun síðan næstu daga standa fyrir þessari landssöfnun „Lykill að lífi" til styrktar geðsjúkum. Þá munu félagar í Kiwanis selja K-lykillinn um allt land, ganga í hús, verða í verslunum og verslunarmiðstöðvum og á öðrum fjölförnum stöðum. K-lykillinn veður ennfremur til sölu í öllum verslunum Bónuss og á þjónustustöðvum Olís um land allt.

K-lykillinn hefur verið seldur á þriggja ára fresti, frá árinu 1974, og hefur ágóðinn ávallt runnið til geðsjúkra og aðstandenda þeirra.