Fréttir

Árshátíð og stjórnarskipti Helgafells.

  • 09.10.2012

Árshátíð og stjórnarskipti Helgafells.

S.l laugardagskvöld 6 október fór fram stjórnarskipti og árshátið Helgafells að viðstöddum félögum og gestum. Húsið var opnað kl 19.30 og upp úr því byrjuðu gestir að steyma að og var kvöldinu startað með fordrykk. Þegar gestir höfðu komið sér fyrir hófst borðhald en boðið var uppá þriggja rétta matseðil frá Einsa Kalda og var látið vel að matseldinni.

Góð stemming á grillfundi hjá Óskari

  • 08.10.2012

Góð stemming á grillfundi hjá Óskari

Kjörforseti vor Óskar Ara bauð félögum heim til sín s.l. föstudag, en þar var haldinn fyrsti fundur vetrarins.  Húsbóndinn klæddist skoskum klæðnaði og fráfarandi forseti mætti með sína alræmdu partýskyrtu sem allir félagar sem mættir voru, fengu að máta.  Þeir sem ekki komust á fundinn geta fengið að klæðast henni á þorrafundi klúbbsins í janúar.  Félögum varð það ljóst á fundinum að Eyjarnar hafa alið af sér afbragðskokk í Gauja Manga jr. sem grillaði bleikju og með því eins og hann hefði aldrei gert annað. 
Hilmar Adólfs rauf þá hefð sem er í klúbbnum að forseti beri ekki keðju og afhenti nýjum forseta, Atla Þórssyni forláta keðju þar sem á héngu helstu áhugamál forseta.  Á fundinum var dreift nýjasta tölublaði Eldfells-frétta, en ólíkt Eyjafréttum, þá er sami ritstjóri á blaðinu núna og síðast. 
Birtingarhæfar myndir frá þessum stórkostlega viðburði má finna í myndasafni.
 
Næsti fundur klúbbsins er 18. október og verður nánar auglýstur síðar í vikunni.

Sviðaveisla Jörfa 2012

  • 04.10.2012

Sviðaveisla  Jörfa  2012

 

Ágóðinn rennur til langveikra barna

 

Miðasala er hjá Jörfafélögum,

         

Fréttir frá Hraunborgu

  • 03.10.2012

Fréttir frá Hraunborgu

Út er komið fréttabréf frá Kiwanisklúbbnum Hraunborgu í Hafnarfirði. Þeir félagar hafa verið duglegið að gefa út þetta fréttabréf og einnig hafa þeir gert handbók með erindisbréfum o.fl sem er til aflestrar hér með þessari frétt ef mönnum vantar hugmynd að slíku fyrir sinn klúbb.

Grillfundur næsta föstudag heima hjá fráfarandi ritara !

  • 02.10.2012

Grillfundur næsta föstudag heima hjá fráfarandi ritara !

Næsta föstudag 5. október verður grillfundur heima hjá fráfarandi ritara vorum Óskari Arasyni að Grænlandsleið.  Fundurinn hefst kl. 19:30 og munu Guðjón Magnússon og Jón Óskar Þórhallsson sjá um grillveislu fyrir félaga.  Já það eru engir smá kokkar sem búið er að ráða til verksins.  Tilgangurinn með fundinum er að gera okkur glaðan dag og ræða veturinn framundan og hvað er þá betra en fá sér einn íííískaldan í góðum félagsskap. 
Nýr forseti hefur tekið við stjórnartaumunum og mun hann gefa eiginhandaráritanir og sýna "forsetaflúrið" en sú hefð er í klúbbnum að sá forseti sem tekur við hverju sinni, þarf að húðflúra fæðingardag eða skóstærð fráfarandi forseta á kálfann á sér.
 
Sjáumst hressir á föstudag.

Stjórnarskiptafunur hjá Kötlu.

  • 02.10.2012

Stjórnarskiptafunur hjá Kötlu.

Stjórnarskiptafundur Kötlu var haldinn á Salatbarnum þann 29. september sl.
Mættir félagar voru 20 og gestir 22. Forseti Bjarnar Kristjánsson las kveðjuræðu, heiðraði tvo félaga fyrir vel unnin störf og fjóra félaga með 100% mætingu.
Hlaðborð svignaði af góðum mat, súpu, kjúkling , lambakjöti og salati sem rann ljúflega niður með léttvíni. 
 

Stjórnarskipti hjá Jörfa 2012

  • 01.10.2012

Stjórnarskipti hjá Jörfa 2012

 Laugardaginn 29.september  hélt Jörfi  stjórnarskiptafund sinn. Hátíðin byrjaði með því að Ævar Breiðfjörð og frú buðu gestum heim til sín áður en haldið var á veitingastaðin Rúbín í Öskjuhlíðinni þar sem fundurinn fór fram. Forseti Jörfa Pétur Sveinsson setti fundinn og fól svo Sigursteini Hjartarsyni veislustjórnina.  Mættir voru 22 félagar og 23 gestir, þar á meðal  umdæmisstjóri Hjördís Harðardóttir og maki hennar. Nýútkomnu félagatali með dagskrá næsta starfsárs var að venju dreift í upphafi fundar. 

Þórarinn Ingi fékk lundann frá Keili

  • 01.10.2012

Þórarinn Ingi fékk lundann frá Keili

Samhliða Lundakvöldi Kiwanisklúbbsins Keilis  var ákveðið að árlega yrði veittur gripur til einstaklings sem að mati nefndar hefur látið gott af sér leiða og/eða unnið óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins, bæjarbúa og/eða bæjarfélagsins Reykjanesbæjar.

Fréttir frá Kiwanisklúbbnum Heklu.

  • 30.09.2012

Fréttir frá Kiwanisklúbbnum Heklu.

Heklufélagar hófu seinnihluta starfsárs 2011-12 með félagsmálafundi 4. september og síðan skýrsluskilafundi 18. september.  Skýrsluskil voru góð og gerðu flestar nefndir grein fyrir starfsemi liðins árs. Nokkrir Heklufélagar sótti umdæmisþing í Reykjanesbæ og voru ánægðir með það, málefnalegt og umgjörð öll hin besta.

Fyrstu stjórnarskipti Eldfells

  • 30.09.2012

Fyrstu stjórnarskipti Eldfells

S.l. fimmtudag fóru fram fyrstu stjórnarskipti frá stofnun Kiwanisklúbbsins Eldfells.  Kiwanisklúbburinn Mosfell bauð Eldfelli að vera með sér á sameiginlegum stjórnarskiptafundi í Hlégarði í Mosfellsbæ.  Í stjórn starfsárið 2012-2013 eru þeir Atli Heiðar Þórsson forseti, Óskar Valgarð Arason kjörforseti, Jón Óskar Þórhallsson fráfarandi forseti, Baldvin Elíasson gjaldkeri, Ottó Björgvin Óskarsson ritari og meðstjórnendur eru þeir Guðjón Magnússon, Gísli Erlingsson og Knútur Kjartansson.  Bjóðum við nýja stjórn velkomna til starfa og óskum þeim góðs gengis í störfum sínum.
 
Myndir frá kvöldinu má sjá í myndasafni hér til hliðar.

Takk fyrir mig.

  • 28.09.2012

Takk fyrir mig.

Starfsár núverandi umdæmisstjórnar 2011-2012 lýkur nú um komandi mánaðarmót. Ég vil fyrir hönd okkar í umdæmisstjórn þakka öllum Kiwanisfélögum fyrir samstarfið á árinu og góða viðkynningu. Eins og fram kom í skýrslu minni á umdæmisþinginu hefur þetta starfsár verið viðburðaríkt. Mest um vert er þó góð viðkynning Kiwanisfélaga og góðar móttökur hjá þeim klúbbum og svæðum sem ég hef heimsótt. Ég óska ykkur öllum góðs gengis á komandi starfsári og nýrri umdæmisstjórn alls hins besta.

Með Kiwaniskveðju,
Ragnar Örn Pétursson umdæmisstjóri 2011-2012

Stjórnarskipti 2012

  • 28.09.2012

Stjórnarskipti 2012

Stjórnarskipti í Kiwanisklúbbnum Eldey fara fram laugardaginn 29. september.  Stjórnarskiptafundur er í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13A, og hefst kl. 19:30. Þetta er hátíðarfundur og mökum boðið með.  Teknir verða inn tveir nýjir félagar.  

Stjórnarskipti hjá Eldfelli og Mosfelli

  • 27.09.2012

Stjórnarskipti hjá Eldfelli og Mosfelli

Í kvöld fimmtudaginn 27. september   fóru  fram stjórnarskipti hjá klúbbunum Eldfelli og
Mosfelli fram í Hlégarði í Mosfellsbæ.  Pétur Jökull svæðisstjóri Sögusvæðis
annaðist stjórnarskiptin. Honum til aðstoðar voru þeir

Ós 25ára

  • 27.09.2012

Ós 25ára

Nú er komið að því að Kiwanisklúbburinn Ós haldi uppá 25 ára afmæli sitt.  Það verður gert í tengslum við svæðisráðsfund laugardaginn 10. nóvember n.k. en þá fara jafnframt fram stjórnarskipti.

Forsetinn golfmeistari

  • 26.09.2012

Forsetinn golfmeistari

Golfmót Eldeyjar 2012 var haldið í Hveragerði sunnudaginn 23. september. 

Lundakvöld Keilismanna

  • 25.09.2012

Lundakvöld Keilismanna

Lundakvöld Keilismanna fer fram föstudaginn 28. september í Keflavík
Dagskrá verður með hefðbundnu sniði. Og maturinn svíkur engan enda orðið erfitt að fá Lunda.
Örvar Þór Kristjánsson verður veislustjóri kvöldsins.
Skemmtikraftur/uppistandari
Hljómsveitin Eldar skemmta

Stjórnaskipti hjá Búrfelli og Ölver.

  • 24.09.2012

Stjórnaskipti hjá Búrfelli og Ölver.

Laugardagskvöldið 22. sept s.l. fóru fram sameiginleg   stjórarskipti hjá
Kiwanisklúbbunum Búrfelli og Ölveri á Hótel Heklu á Skeiðum..
Stjórnarskiptin annaðist Pétur Jökull Hákonarson svæðisstjóri Sögusvæðis.
Honum til aðstoðar var Pétur Baldvinsson félagi  svæðisstjóra úr Mosfelli.

Stjórnarskiptafundur

  • 23.09.2012

Stjórnarskiptafundur

N.k. fimmtudag, 27. september, verður haldinn fyrsti stjórnarskiptafundur Kiwanisklúbbsins Eldfells.  Um sameiginlegan stjórarnskiptafund verður að ræða með Kiwanisklúbbnum Mosfelli í Mosfellsbæ.  Fundurinn verður því haldinn í húsnæði þeirra í Hlégarði í Mosfellsbæ og hefst kl. 19:30.
 
Eru allir félagar sem vettlingi geta valdið, eindregið hvattir til að láta sjá sig.
 
Stjórnin

Helgarferð til Færeyja.

  • 21.09.2012

Helgarferð til Færeyja.

Sælir ágætu Kiwanisfélagar. Um aðra helgi er að koma hópur frá Færeyjum, Kiwanismenn og fleiri til að heimsækja Vestmannaeyjar og skella sér á Lundaball í Eyjum. Martin Juul frá Götu Kiwanismaður með meiru er búinn að leigja flugvél til fararinnar og nú stendur okkur til boða
 
Skriva til hanna10@olivant.fo
Ella ring/smsa til 00298 211057

Þjónustu og viðskptaskrá

  • 20.09.2012

Þjónustu og viðskptaskrá

Sl. vetur unnu Drangeyjarfélagar að útgáfu Þjónustu- og viðskiptaskráa sem dreift var svo í öll hús og fyrirtæki í Skagafirði og Húnavatnssýlum í sumar.