Fréttir

Stjórnarskipti í Umdæminu Ísland – Færeyjar !

  • 22.09.2020

Stjórnarskipti í Umdæminu Ísland – Færeyjar !

Stjórnarskipti fóru fram í Umdæminu laugardaginn 19 september og var húsið opnað fyrir gestum kl 18.30 með fordrykk og síðan setti Umdæmisstjóri fundinn og bauð gesti velkomna og bað fólk um að gjöra svo vel og fá sér að borða af hlaðborði sem Kænan í Hafnarfirði sá um að framreiða en boðið var uppá villisveppasúpu, glóðað lambalæri og súkkulaðiköku í eftirrétt. Að loknu borðhaldi var tekið til við stjórnarskiptin sem voru í umsjón Drafnar Sveinsdóttur Goða, sem sá um athöfnina af stakri prýði og var Gunnsteinn Björnsson ráðgjafi í heimsstjórn henni til aðstoðar. Tómas Umdæmisstjóri þakkaði sínu fólki fyrir frábær störf og veitt smá gjafir og viðurkenningar til viðkomandi og maka.
Eins og megnið af starfsárinu þá voru þetta 

Umdæmiskjörfundur laugardaginn 19 september 2020.

  • 22.09.2020

Umdæmiskjörfundur laugardaginn 19 september 2020.

Síðastliðinn laugardag eða 19 september var haldinn Umdæmiskjörfundur á Bíldshöfða 12, og fóru þar fram hefðbundnar kosningar til að geta lokað þessu óvenjulega starfsári, en ekki var hægt að halda Umdæmisþing vegna Covid 19. Var sá hátturinn hafður á að Umdæmisstjórn ásamt frambjóðanda, formanni kjörnefndar, formanni kjörbréfanefndar ásamt tveimur tæknimönnum voru í salnum en allir aðrir þingfulltrúar á Teams og einnig var fundinum streymt á Youtube, og einnig  notast var við rafrænt kosningarkerfi. Við byrjuðum kl 10.30 með stuttum umdæmisstjórnarfundi þar sem þurfti að samþykkja það efni sem síðan var lagt fyrir kjörfundinn, og sjálfur kjörfundurinn hófst síðan 11.30.
Umdæmisstjóri setti fundinn og sagði nokkur orð en vísaði í skýrslu sýna sem er í kjörfundarblaðinu sem dreift hafi verið í pósti og  með tölvupósti, og einnig var blaðið á sett á forsíðu kiwanis.is, en Tómas Umdæmisstjóri sagði lauslega frá þessum skrýtnu aðstæðum sem við værum í vegna þessa heimsfaraldurs sem nú herjaði og lamaði mikið starfið, en jafnframt þakkaði fyrir jákvæðni og dugnaði Kiwanisfólks og góð viðbrögð við fjarfundum og öllum þeim breytingum sem þurft hafi að gera síðan í 

Intaka nýrra félaga í Mosfell !

  • 18.09.2020

Intaka nýrra félaga í Mosfell !

Í gærkvöldi var fundur hjá Kiwanisklúbbnum Mosfelli haldinn í Golfskálanum í Mosfellsbæ og á þessum fundi tóku þeir inn hvorki meira en minna inn 5 nýja félaga í klúbbinn. Þessir nýju félagar eru Ásgeir Sverrisson, Elvar Trausti Guðmundsson, Guðbjörn Gústafsson, Sigurðuir Valur Fjelsted og Sigurvin Jón Kristjánsson, og bjóðum við þessa nýju félaga velkomna í Kiwanishreyfinguna. Umdæmisstjóri Tómas Sveinsson var gestur á fundinum og sá hann um inntökuna ásamt Haraldi V Haraldssyni forseta Mosfells. Umdæmisstjóri færði klúbbnum einnig Afmælisgjöf en klúbburinn varð

Frá Kiwanisklúbbnum Sólborgu !

  • 18.09.2020

Frá Kiwanisklúbbnum Sólborgu !

Nú eins og alþjóð veit, hefur verið lítið um fundi undanfarið vegna samkomubanns en við gátum haldið stjórnarfund, félagsmálafund og aðalfund á tölvufundum og á aðalfund mætti um það bil helmingur í húsið þar sem 2ja metra bilið var virt og hinir sátu við tölvurnar heima. 
Þann 22. janúar heimsóttum við Eldborg og var þetta virkilega skemmtilegur og fróðlegur fundur. Það verður að segjast eins og er að þetta er í fyrsta skipti sem við heimsækjum þennan klúbb og var kominn tími til.  Skömmu síðar mættum við svo á almennan fund hjá Hraunborgu. Þökkum fyrir báðum klúbbunum fyrir góðar móttökur.
Á fundi 27. janúar var komið að 

Eldri fréttir