Kiwanis

Fréttir

Svæðisráðstefna í Ægissvæði 3.desember

  • 03.12.2016

Svæðisráðstefna í Ægissvæði 3.desember

Þann 3. desember var svæðisráðstefna Ægissvæðis.  Var hún mjög vel sótt og fundurinn var bæði góður og gagnlegur.   Kiwanisklúbburinn Eldborg sá um fundinn að þessu sinni og það verður erfitt að toppa það glæsilega morgunverðarhlaðborð sem var þar í boði.  Forsetar lásu skýrslur, en þar var afturhvarf til fortíðar og forsetar voru beðnir um að koma með skýrslur á blaði eins og var gert hér áður fyrr.  Sýndist mér það mælast bara vel fyrir.  Gott gengi er í svæðinu en þrír klúbbar eru orðnir fremur fámennir en ekki var annað að sjá en þeir ætluðu að snúa vörn í sókn því þeir hafa ákveðið sameiginlegan fund eftir áramót.  Það er mikil hvatning fyrir fámennari klúbba að

Saltfisk og jólabjórsmökkunarfundur !

  • 30.11.2016

Fimmtudaginn 24 nóvember var hinn árlegi Saltfisk og jólabjórsmökkunarfundur hjá Helgafelli en þessari hefð var komið á fyrir nokkuru. Fundur var settur kl 19,30 og að loknum venjulegum fundarstörfum var tekið matarhlé og gæddu menn sér á steiktum saltfiski að spænskum hætti frá Veisluþjónustu Einsa Kalda og rann þessi dýrindis fiskur ljúflega niður. Að loknu matarhléi kom bruggmeistarinn okkar frá Brothers Brewery Jóhann Ólafur Guðmundsson í pontu og kynnti nokkurar jólabjórtegundur og fengu menn atkvæðaseðla til að gefa bjórunum einkun frá einum upp í fimm, og var ekki annað að sjá en menn væru ánægðir með jólabjórinn í ár.
 
Að þessu loknu stigu tveir tónlistarmenn úr Eyjum þeir Sæþór Vídó Þorbjarnarson og Gísli Stefánsson á stokk og hófu kynningu á nýútkomnum geisladiski sem ber nafnið “ Í skugga meistara yrki ég ljóð” en þessi diskur hefur að geyma lög og texta eftir Eyjafólk og er ekki annað að heyra að útkoman sé góð. Þeir félagar sögðu frá diskinum og höfundum á glæru sýningu og að sjálfsögðu voru gítararnir með í ferð og léku þeir og sungu nokkur lög við góðar undirtektir fundarmanna og gesta. Að loknu erindi þeirra félaga færði forseti þeim smá bókargjöf sem þakklætisvott frá Helgafellsfélögum og berum við þeim ásamt Ölgerðinni og Jóhanni Guðmundssyni bestu þakkir fyrir góðann og

Umdæmisstjórnarfundur.

  • 26.11.2016

Umdæmisstjórnarfundur.

Umdæmisstjórnarfundur 26 nóvember 2016

Haukur umdæmisstjóri setti fund kl 10.oo og tilkynnti að hann myndi keyra fundinn áfram og í stað þess að taka matarhlé yrði borðað eftir fundinn vegna þess að menn þurfa að komast til síns heima .  Fundurinn hófst á kynningu fundarmanna sem koma víða að. Haukur hóf síðan skýrsluliðinn á sinni skýrslu og stiklaði á stóru yfir starfið og það sem búið er verið að gerast hjá honum síðan hann tók við embætti Umdæmisstjóra. Sigurður Einar Umdæmisritari kom næstur með úrdrátt úr sinni skýrslu, en þess er vert að geta að allar skýrslur stjórnar og nefndarmanna munu birtast hér á vefnum um leið og fundagerðin er klár. Magnús Umdæmisféhirðir kom næstur og sagði að ársreinkningur síðasta starfsárs fylgir hanns skýrslu og er búið að senda hann til endurskoðunar, Magnús fór lauslegar yfir fjármálin og hanns starf og er ekki að sjá annað en 

Svæðisráðsfundur í Óðinssvæði á Siglufirði

  • 22.11.2016

Svæðisráðsfundur í Óðinssvæði á Siglufirði

Fundur svæðisstjóra var haldinn 19 nóvember á Siglufirði. Góður og málefnalegur fundur. Hefði mátt vera betri mæting. Veðurguðirnir spiluðu þar inní. Fundarmönnum var skipt í tvo málefnahópa með það að markmiði að fara yfir spurningar sem svæðisstjóri sendir út í Kiwanisklúbba á Óðinssvæði í byrjun starfsársins. Svör hafa borist frá flestum klúbbum. 
Hér að

Keilir afhendir Brunavörnum Suðurnesja bangsa !

  • 22.11.2016

Keilir afhendir Brunavörnum Suðurnesja bangsa !

Þann 21 Nóvember afhenti Kiwanisklúbburinn Keiir nýjar birgðir af böngsum til Brunavarna Suðurnesja en bangsarnir eru ætlaðir til huggunar fyrir þau börn sem þurfa á sjúkraflutningum að halda.

Hefð hefur skapast fyrir því að Kiwanisklúbburinn Keilir gefi bangsa til Brunavarna Suðurnesja.

Bangsinn hefur fengið nafnið Ævar en það er gert í nafni Ævars Guðmundssonar fyrrverandi Keilismanns sem lést árið 2008 en fjölskyldan hans styrkti verkefnið „Kiwanisklukkan“ á