Fréttir

Keilir og Varða afhenda hjálma !

  • 19.04.2018

Keilir og Varða afhenda hjálma !

Kiwanisklúbbarnir Keilir og Varða afhentu börnum í 
fyrsta bekk grunnskóla hjálma í dag, það eru alls 304 börn sem fá hjálma í 
Reykjanesbæ og Vogum í ár. Allir fengu pylsur og ávaxtasafa í boði Skólamatar, 
Brunavarnir Suðurnesja og 

Umdæmisstjórnarfundur 14 apríl 2018 að Bíldshöfða 12.

  • 17.04.2018

Umdæmisstjórnarfundur 14 apríl 2018 að Bíldshöfða 12.

Fundur settur kl 10.30 og eins og ávalt var byrjað á skýrslum og hóf Umdæmisstjóri yfirferð yfir sína skýrslu. Konráð sagði m.a frá Evrópufundi og því starfi þar sem verið væri að koma á fót nýju umdæmi á þeim stöðum þar sem ekki er umdæmi fyrir. Hann talaði einnig um nýju persónuverndarlögin sem taka gildi í maí og hvernig þau komi til með að hafa áhrif á okkur Kiwanisfélaga, en klárlega þurfum við leyfi hjá félögum til að geyma ýmsar upplýsingar samkvæmt þessu fram kom hjá Konráð að umdæmið  Frakkland Mónakó hefur náð mestum árangri með formúluna sem þeir hófu fyrir fjórum árum. Fram kom í máli umdæmisstjóra að Pieta samtökin eru ánægð með aðkomu Kiwanis að samtökunum og er það að hluta okkur að þakka hvernig félagið er statt í dag. Það kom fram á fundinum að klúbbar sem funda hér og aðrir eru ekki ánægðir með umgengni og aðkomu hér á Bíldshöfðanum og mun Umdæmisstjóri fara á fund hjá þessum klúbbum og koma síðan kvörtunum á framfæri við húsbnefnd. Umdæmisstjóri kom inná fjölgunarmál  en félagar í dag eru 806, Freyja og Keilir hafa verið at taka inn nýja félaga. Búið er að boða fund með JC félaga sunnudaginn 29 apríl hér á Bíldshöfða til að kanna með stofnun nýss klúbbs með seniorfélögum frá JC. Stjórnarmenn komu næst hver af öðrum með sínar skýrslur sem má sjá á innrivef, en umdæmisritari kom næst og sagði m.a að skýrsluskil mættu vera betri og sagði líka frá fræðslu og ráðstefnu í Færeyjum. Magnús umdæmisféhirðir fór því næst yfir fjármálin sem eru í góðum málum og allt á áætlun.
     Kjörumdæmisstjóri kom næstur og fór yfir sín mál hóf hann sitt mál á að fara yfir fræðslu verðandi svæðisstjóra sem fór fram 17 mars og voru allir sáttir. Síðan er verið að vinna í áframhaldandi fræðslu og var all þýtt yfir á færeysku sem var notað þar í aprílbyrjun.  Kjörumdæmisstjóri vill hafa Færeying í fræðslunefnd og þarf að ganga frá því fyrir næsta þing.
     Haukur fráfarandi umdæmisstjóri kom næstur og sagðist vinna mest á bakvið tjöldin og      aðstoða menn og væri því ekki með skriflega skýrslu. Haukur sagði frá hinu ýmsa starfi innan hreyfingarinnar sem hann væri búinn að taka að sér.
 
Svæðisstjórar komu næstir og 

Hjálmaævintýri Kiwanis

  • 10.04.2018

Kiwanishreyfingin og Eimskip afhenda hjáma í byrjun maí í ár en undanfarin ár hafi Eimskip og Kiwanishreyfingin gefið öllum börnum í fyrsta bekk grunnskólanna hjálm, til nota á reiðhjólum, hlaupahjólum, línuskautum og hjólabrettum. Yfir 20 þúsund börn hafa notið góðs af þessari gjöf Eimskips og Kiwanis og hafa hjálmarnir nú þegar sannað gildi sitt. Kiwanishreyfingin er ákaflega þakklát góðum stuðningi Eimskips og við fögnum þessum samningi. Kiwanishjálmarnir hafa vakið verðskuldaða athygli á heimsvísu innan hreyfingarinnar. Það fellur líka mjög vel að alheimsmarkmiðum Kiwanis, sem er að hjálpa börnum heimsins.   Hjálmaverkefnið fer þannig fram að klúbbar landsins skipta á milli sín svæðum og sjá um að dreifa hjálmum til 6 ára barna. Klúbbarnir hafa sinn háttinn hver, sumir dreifa til barnanna á skólatíma, aðrir efna til hjálmadags og brydda upp á skemmtidagskrá, ásamt því að bjóða upp á hressingu.   GHG  Jörfa

Fræðsla í Færeyjum laugardaginn 7. apríl 2018

  • 08.04.2018

Fræðsla í Færeyjum laugardaginn 7. apríl 2018

Fræðsla fór fram í Færeyjum laugardaginn 7 apríl. Fræðslan var sett á kl 11.00 og voru okkar fulltrúar mættir tímanlega til að tengja tölvur og gera allt klárt . Þegar hluti embættismanna var mættur hélt Petur Olivar smá tölu og bauð alla velkomna og þá sérstakalega gesti frá Íslandi. Jón Ásgeirsson var fenginn sem túlkur.
Eyþór kjörumdæmisstjóri tók síðan við og sagði hvað kæmi til með að fara fram á þessum fræðslu degi, farið yrði yfir fjármál, skýrslur o.fl sem viðkemur rekstri klúbba, og byrjað yrði á forsetafræðslu síðan kæmi féhirðafræðsla og að lokum ritarafræðsla. Búið var að þýða allar glæru yfir á Færeysku sem er vel.
Ernest Schmid hóf síðan fræðsluna með smá erindi um Kiwanis og hvað væri hægt að gera til að fjölga félögum hér í Færeyjum, og m.a kallaði hann Eyþór kjörumdæmisstjóra til leiks, til að skýra frá sínum markmiðum sem Umdæmisstjóri næsta starfsárs en kjörorð Eyþórs er “Saman náum við árangri" en öll markmið sem vinna á eftir næstu starfsár eru í nýrri stefnumótun umdæmisins sem gildir til ársins 2022. Að þessu erindi loknu hóf Dröfn Sveinsdóttir formaður fræðslunefndar

Formúluráðstefna í Færeyjum 6 apríl 2018

  • 07.04.2018

Formúluráðstefna í Færeyjum 6 apríl 2018

Þann 6 apríl mættu fullrúar frá Umdæmisstjórn til Færeyja og var tilefnið að fara með formúluráðstefnuna sem haldin var í lok janúar á Íslandi til félaga okkar í Færeyjum. Ráðstefnan hófst kl.20.00 á því að Eyþór Einarsson bauð gesti velkomna og fór yfir dagskrá kvöldsins og byrjaði síðan sína yfirferð yfir Stefnumótun Umdæmissins sem unnið verður eftir til ársins 2022. Konráð Umdæmisstjóri lagði til á fundi að leyfi yrði fengið fyrir Ernest Scmith okkar ráðgjafa til að mæta til Fæeyja eins og hann gerði þegar ráðstefnan var á Íslandi og var það leyfi veitt og var Ernest næstur á dagskrá með sitt erindi sem hann flutti á líflegan hátt eins og honum er von og vísa. Næst var komið að aðalerindi kvöldsins en það flutti Hjördís Harðardóttir formaður fjölgunarnefndar en það var um Formúluna  og var Jón Ásgerisson henni til halds og trausts við að túlka erindið. Að erindi Hjördísar loknu var tekið stutt kaffi hlé og fundi síðan haldið áfram. Formaður móttökunefndar frá Kiwanisklúbbnum Tórshavn tók til máls og kallaði eftir meiri upplýsingum frá Kiwanis á Íslandi og t.d með þessa ráðstefnu þá vissu ekki margri af þessu og kallaði hann eftir meira samstarfi og upplýsingaflæði við Umdæmið á Íslandi. Eyþór svaraði þessu með samskiptin við Færeyjar og sagði að þessar upplýsingar hafi verið sendar fyrir tveimur mánuðum síðan og 

Eldri fréttir

Nýjustu færslur

Svæðisráðstefna í Sögusvæði 05. maí 2018 klukkan 12:00


Evrópuþing 2018 24. maí 2018 klukkan 12:00


Heimsþing 2018 28. júní 2018 klukkan 10:00


Sjá alla viðburði
Ræða Eyjólfs kiwanis 50 ára
gyda-haraldsdottir.mp3