Fréttir

Jólafundur Heklu 2018 haldinn 13. desember á Grand hóteli.

  • 15.12.2018

Jólafundur Heklu 2018 haldinn 13. desember á Grand hóteli.

Forseti setur fundinn og bíður alla velkomna þó sérstaklega séra Davíð Þór Jónsson prest í Laugarneskirkju, Sigurð Jónsson píanóleikara, ekkjur látinna félaga og eiginkonur.
Síðan var sunginn sálmurinn „Í Betlihem“  við undirleik Sigurðar.  Þá bað forseti séra Davíð Þór að flytja borðbæn.
Hlé var gert á fundinum meðan fundarmenn og gestir gættu sér á jólamat að hætti Grandhótels og var honum gerður góð skil og umtalað hversu góður og vel útilátinn maturinn var.
Björn Pálsson formaður heiðursgjafanefndar kom upp og tilkynnti að einn félagi væri búinn að vera í klúbbnum í 50 ár og er það Hafsteinn Guðjónsson. Björn bað forseta að hengja í hann 50 ára merkinu og afhenda honum skjal því til staðfestingar. Björn sagði að flugeldasýningin á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnafirði yrði á þrettándanum eins og undanfarandi ár ef veður leifði.  
Ólafur G. Karlsson formaður styrktarnefndar kom og sagði að styrktarnefndin hefði ákveðið að styrkja hjálparstarf Laugarneskirkju um 150.000,- (10 stk. Bónuskort) og bað hann séra Davíð Þór um að 

Mosfell styrkir í Reykjadal

  • 13.12.2018

Mosfell styrkir í Reykjadal

Við Mosfellingar vorum að gefa Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra í Reykjadal nýjan sláttutraktor fyrir næstu sumur.
Félagar hafa séð um slátt og lóðarhirðu í Reykjadal undan farin sumur og notast við sláttutraktor eins félaga en hann er orðinn lúinn. 
Eins og undanfarin ár seljum við sælgæti til fjáröflunar í styrktarsjóðinn sem gerir okkur kleift að veita styrki sem þennan. 
Við njótum sem áður

Kaldbakur 50 ára !

  • 05.12.2018

Kaldbakur 50 ára !

Kiwansiklúbburinn Kaldbakur var stofnaður 14.09. 1968 og er því 50 ára um þessar mundir. Blásið var til afmælisveislu þann 24.11 í veislusal Greifans á Akureyri og mættu þar fjölmargir Kiwanisfélagar og makar. Umdæmisstjóri, Eyþór K. Einarsson og formaður Fræðslunefndar, Dröfn Sveinsdóttir, heiðruðu samkomuna með nærveru sinni. Margar góðar kveðjur bárust og gjafir til afmælisbarnsins og tókst þessi fagnaður mjög vel.  Á afmælishátíðinni var Pálma Stefánssyni veitt gullstjarna Kiwanis en hann hefur verið félagi í Kaldbaki í 47 ár og  ávallt verið með 

Pökkun Jólasælgætis hjá Helgafelli !

  • 30.11.2018

Pökkun Jólasælgætis hjá Helgafelli !

Það var mikið líf í húsinu okkar við Strandveginn í gærkvöldi fimmtudaginn 29 nóvember, en þar voru mættir fálagar ásamt miklum fjölda barna til að pakka Jólasælgæti í öskjur. Þetta er ein okkar aðalfjáröflun og á næstu dögum munu félagar í Helgafelli ganga í öll hús hér í Eyjum og selja þessar öskjur á tvö þúsund krónur. Bæjarbúar taka ávalt frábærlega vel á móti okkur og eru ávalt tilbúnir að styrkja gótt málefni, en ágóði sölunar fer síðan út í bæjarfélagið aftur í formi styrkja við góð málefni.  Menn mæta í þessa pökkun með börn, barnabörn, vinarbörn og alla þá sem vetlingi geta valdið og minnir þetta á verkstæði Jólasveinsins, en

Sólborgarfréttir í nóvember !

  • 29.11.2018

Sólborgarfréttir í nóvember !

Kiwanisklúbburinn Sólborg hélt almennan fund 26. nóvember 2018. Fundurinn var skemmtilegur og fróðlegur og mættu margir góðir gestir. 
Óskar Guðjónsson evrópuforseti heiðraði okkur með nærveru sinni og sagði okkur frá leið hans innan Kiwanis, væntanlegu evrópuþingi og frá Happy Child verkefninu. Jafnframt færði hann klúbbfélögum fána og barmmerki að gjöf.
Stundum þarf ekki að leita langt yfir skammt til að finna fyrirlesara. Í klúbbum getur verið fólk sem hefur aðra sýn og aðra lífsreynslu en aðrir. Því leituðum við til Ingu S. Guðbjartsdóttur hjúkrunarfræðings og Sólborgarfélaga. Hún fjallaði um sálræna skyndihjálp fyrir fullorðna, sem verður fyrir yfirþyrmandi og erfiðri lífsreynslu, sem getur

Eldri fréttir

Nýjustu færslur

Umdæmisstjórnarfundur 23. feb 2019 klukkan 10:00


Svæðisráðsfundur í Ægissvæði 02. mars 2019 klukkan 10:00


Svæðisráðsfundur í Freyjusvæði 30. mars 2019 klukkan 10:00


Sjá alla viðburði
Ræða Eyjólfs kiwanis 50 ára
gyda-haraldsdottir.mp3