Fréttir

Umdæmisstjórnarfundur 18 nóvember.

  • 19.11.2017

Umdæmisstjórnarfundur 18 nóvember.

Í gær var haldinn Umdæmisstjórnarfundur á Bíldshöfða 12 í Reykjavík og sá fyrsti í fullri lengd hjá nýrri Umdæmisstjórn. Konráð Umdæmsistjóri setti fund stundvíslega kl 10.00 og bað fundarmenn um að kynna sig þar sem þetta væri nánast fyrsti fundur, og síðan var tekið til við skýrsluflutning og umræður um þær, en allar skýrslur ásamt fundagerð munu birtast hér á kiwanis.is þegar allar athugasemdir ef einhverjar eru eru komnar fram og búið að samþykkja þær. Margt gott kom fram í skýrslum og greinilegt að mikil bjartsýni ríkir í Umdæmisstjórn sem vonandi verður hægt að breiða út í klúbbanna. Miklar vonir eru bundnar við Formúluverkefnið og er allt á góðri leið með að skipa tengliði í klúbbunum en fyrirhuguð ráðstefna sem um var rætt á þinginu hefur verið ákveðin 27.janúar 2018. Þessi Umdæmisstjórn er byrjuð að vinna eftir nýrri stefnumótun sem var líka kynnt á þinginu og má nálgast hér á kiwanis.is og er það vel að unnið er eftir sama plani næstu umdæmisstjórnir en samt þarf að fylgja plagginu eftir og endurskoða til að sjá hvort einhverjar breytingar eru í gangi sem þarf að uppfæra. Það var mál manna að skýrsluskil væru góðar og innihaldsríkar. Fram kom á fundinum að styrktarsjóður okkar er kominn á beinu brautina og 

Hof 45 ára !

  • 16.11.2017

Hof 45 ára !

Þann 12 nóvember héldu Hofsfélagar upp á 45 ára afmæli klúbbsinns, allir Forsetar Ægissvæðis mættu á hófið til okkar ásamt Umdæmisstjóra Konráð Konráðsson, Svæðisstjóra okkar Björn B.Kristinnsson og fleiri gestum eða um 35. manns og var boðið upp á kaffi og kökur.
Á þessum merku tímamótum  veittum styrki til 4 aðila í

Frá Ferðanefnd !

  • 31.10.2017

Frá Ferðanefnd !

Þá er ferðatilhögun í næstu ferð Ferðanefndar til Ítalíu á þeim tíma sem Evróðuþingið verður haldið og ber ferðin heitið ¨Fjallavötnin fagurblá” Þetta er glæsileg ferð hjá þeim félögum eins og þeirra er von og vísa og verður engin svikin af þessari frekar en öðrum ferðum sem hafa verið ógleymanlegar fyrir þá Kiwanisfélaga sem farið hafa svona túr með ferðanefndinni.
Allar upplýsingar eru undir 

Kötlufréttir

  • 30.10.2017

Kötlufréttir

Síðasta starfsár hófst með hefðbundnum hætti og má segja að starfið hafi verið nokkuð í kristlegum anda því að, á árinu komu á fundi hjá okkur 4 prestar sera Karl Th. Matthíasson, sera Pálmi Matthíasson og sera Pálmi Jónsson þá kom sera Guðrún K.Helgadóttir á konufund sem við . Þetta voru allir mjög skemmtilegir ræðumenn. Á jólafundinum var sera Karli afhent gjafabréf til að úthluta skjólstæðingum sínum fyrir jólin, en þetta hefur verið venjan hjá okkur í mörg ár að leita aðstoðar prests til þess að dreifa þessum gjöfum okkar. Þá héldum við þorrablót með félögum okkar í Eldey sem var vel sótt. Í febrúar höfum við efnt til fundar þar sem boðið er upp á hrossabjúgu. Hefur þetta laðað að Kiwanisfélaga og aðra gesti. Aðalfund héldum við á hótel Örk í Hveragerði þar sem félagi okkar Jóhannes Guðlaugsson sá um aksturinn og bauð hann okkur að skoða okkur um á Þingvöllum á heimleiðinni í frábæru vorkveldi. Í upphafi sumars var farið í lundinn okkar í Heiðmörk og tekið til hendinni að snyrta og lagfæra trén. Að því loknu var grillað í fólk góðmeti að hætti félaga okkar Árna Óskarssonar. Mæting hefur verið góð á fundum og andinn góður.  Aðal fjáröflun okkar í styrktarsjóð eru auglýsingar á klukkunni á Lækjartorgi, sem 

Stjórnarskipti í Kiwanisklúbbnum Grími Grímsey

  • 16.10.2017

Stjórnarskipti í Kiwanisklúbbnum Grími Grímsey

Í gær sunnudaginn 15 október fór 7 manna hópur úr  5 klúbbum í Óðinssvæði  ásamt svæðistjóra Ingólfi Sveinssyni til Grímseyjar til að taka þátt í stjórnaskiptum í Grímí  veðrið lék við okkur og var útsýniið glæsilegt á leiðinni og við komuna til Grímseyjar.   Móttökur heimamanna voru eins og ætíð áður  með miklum myndarbrag ,  Stjórnarskiptin fóru fram og ágætar umræður voru svo á eftir þeim. Áður en flogið var aftur heim var farið með okkur í skoðunarfeð um eyjuna og

Eldri fréttir

Nýjustu færslur

Svæðisráðstefna í Ægissvæði 25. nóv 2017 klukkan 09:00


Svæðisráðstefna í Sögusvæði 10. feb 2018 klukkan 12:00


Svæðisráðstefna í Ægissvæði 24. feb 2018 klukkan 12:00


Sjá alla viðburði
Ræða Eyjólfs kiwanis 50 ára
gyda-haraldsdottir.mp3