Fréttir

Fyrirlesari hjá Hraunborgarfélögum

  • 22.02.2018

Fyrirlesari hjá Hraunborgarfélögum

Miðvikudagskvöldið 21. feb. var gestur okkar í Hraunborg Guðmundur Rúnar Árnason fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði og sagði okkur frá dvöl sinni og fjölskyldu í Malaví í 5 ár eða eins og hann sagði, ég fór út með eiginkonu og tvær dætur og kom heim með 3 konur. Guðmundur var verkefnisstjóri hjá Þróunarstofnun og vannn þar að, líðheilsumálum, menntamálum og vatnsveitumálum, með uppbyggingu á húsnæði fyrir barnshafandi konur og gistiaðstöðu fyrir aðstandendur, skóla og kennaraíbúðir og vatnsdælur. Íbúafjöldi er um 18 milljónir og er eitt fátækasta land í heimi. Þróunarstofnun hefur unnið á svæðinu frá 1989. Eiðni er landlægur sjúkdómur og eru um 20% íbúa á svæðinu

Kiwanisklúbburinn Skjöldur hefur komið fyrir fimm hjartastuðtækjum í Fjallabyggð.

  • 19.02.2018

Kiwanisklúbburinn Skjöldur hefur komið fyrir fimm hjartastuðtækjum í Fjallabyggð.

Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð hefur nýverið keypt og komið fyrir fimm hjartastuðtækjum í Fjallabyggð.  Hugmyndin er að slík tæki séu aðgengileg ef íbúar Fjallabyggðar eða gestir verða fyrir áföllum og séu tækin þá tiltæk til fyrstu hjálpar.  Tækjunum hefur verið komið fyrir í Kjörbúðinni, bæði í Ólafsfirði og Siglufirði, á Skálarhlíð og húsi aldraðra í Ólafsfirði.  Þá er tæki í Kiwanishúsinu á Siglufirði.
Hugmynd klúbbsins er að kortleggja staðsetningu tækja sem þessara í Fjallabyggð og merkja staðsetningu þeirra inn 

Umdæmisstjórnarfundur 17 febrúar 2018

  • 17.02.2018

Umdæmisstjórnarfundur 17 febrúar 2018

Í dag fór fram Umdæmisstjórnarfundur á Bíldshöfða 12 í Reykjavík. Konráð Konráðsson umdæmisstjóri setti fundinn klukkan hálf ellefu og sagði að nokkurir væru búnir að boða forföll vegna ferða erlendis. Fundurinn hófst síðan eftir hefðbundinni dagskrá og reið Umdæmisstjóri á vaðið og flutti okkur skýrslu sína og stiklaði á stóru um það starf sem væri í gangi, og sagði m.a að skipunarbréfin væru tilbúinn en ekki hefði unnist tími til að prenta þau út fyrir fundinn. Embætismenn komu síðan koll af kolli og fluttu sínar skýrslur og er ekki annað að sjá en starfið sé sterkt um þessar mundir nokkurar umræður voru síðan um skýrslunar en þetta mun allt koma fram í fundagerð þegar búið er að samþykkja hana þá kemur hún til birtingar á innravef kiwanis.is. Fyrirmyndarviðmið sem eru að koma út um þessar mundir og verða send í klúbbana voru til umræðu en þar ber raunfjölgun hæst til að hljóta viðurkenningu sem fyrirmyndarklúbbur.
Eftir matarhlé þar sem staðarhaldari okkar Petrína Ragna bauð uppá dýrindis súpu og brauð var fundi haldið áfram með skýrslum nefndarformanna og hafði Konráð umdæmisstjóri þann háttinn á að lest skpunarbréf hverrar nefndar áður en skýrsla var flutt. Að loknum skýrslum nefndarformanna voru

Vinnustaðafundur

  • 15.02.2018

​ Frábær vinnustaðafundur Jörfafélaga haldinn hjá Össur sem var stofnað á Íslandi árið 1971 og er nú orðið alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks.  Össur Kristinsson, sem stofnaði fyrirtækið, fann upp sérstakar hulsur fyrir gerfifætur sem olli byltingu og er enn framleiðsluleyndarmál fyrirtækisins sem nú er eitt af leiðandi stoðtækjafyrirtækjum  á heimsvísu.   ​ Hjá þvi starfar nú 3000 starfsmenn í 20 löndum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins  og miðstöð þróunar eru á Íslandi en starfsstöðvar víða um heim sinna vaxandi markaði. ​  Metnaður   í vöruþróun  er mikill og einnig  starfsmannamálum  ljóst að fyrirtækið ber hróður Íslands vítt um heim.    Myndir hér      GHG

Konudagsblóm

  • 15.02.2018

Nú í ár ber konudaginn upp á 18.febrúar og er Jörfi með sölu á blómavöndum eins og undanfarin ár, verðið er kr. 4.500 fyrir vöndinn.  Háttur Jörfafélaga við sölu er sá sami, selt er fyrirfram og skráð niður nafn og heimilisfang viðtakanda og er bómunum síðan ekið heim á konudaginn milli kl. 10-13.00.

Eldri fréttir

Nýjustu færslur

Svæðisráðstefna í Ægissvæði 24. feb 2018 klukkan 10:00


Fræðsla Kjörsvæðisstjóra 17. mars 2018 klukkan 10:00


Svæðisráðstefna í Freyjusvæði 07. apríl 2018 klukkan 10:00


Sjá alla viðburði
Ræða Eyjólfs kiwanis 50 ára
gyda-haraldsdottir.mp3