Fréttir

Erindi hjá Hraunborgarfélögum !

  • 11.01.2018

Erindi hjá Hraunborgarfélögum !

Á fyrsta fundi okkar Hraunborgarfélaga á nýju ári og var gestur okkar Guðmundur Hagalín Guðmundsson sem gegnt hefur stjórnarstörfum í flestum geirum raforkumála og ræddi sérstaklega um raforkumál á Vestfjörðum og einnig hina ýmsu flöskuhálsa í flutningskerfinu hringinn í kringum landið. Það kom fram að mikil olíunotkun fer í notkun við díselrafstöðvar fyrir vestan til að tryggja raforkuöryggi svæðisins og áríðandi væri að skapa meira öryggis með virkjunum fyrir vestan og tenginum við

Almennur fundur 8.jan 2018

  • 09.01.2018

Fyrsti fundur Jörfa á árinu 2018 var haldinn að Bíldshöfða 12 8.janúar. Þetta var almennur fundur með fyrirlesara. Dagskrá fundarins var með hefðbundnu sniði. Mættir voru 21 félagi og einn gestur. Fyrirlesari var Sölvi Sveinsson fyrrum skólameistari og sagði hann frá ferðalagi sínu til Írans í máli og myndum. Var þetta mjög fróðlegt og skemmtilegt erindi hjá Sölva. Myndir

Frétt frá Heklufélögum !

  • 07.01.2018

Frétt frá Heklufélögum !

Á þrettándanum 6. janúar, voru Heklufélagar með flugeldasýningu fyrir heimilisfólkið á Hrafnistuheimilunum í Reykjavík og Hafnarfirði. Það var Björgunarsveitin Ársæll sem sá um sýningarnar og tókust þær í alla staði mjög vel.
Einnig heimsóttum við vistheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi fyrir jólin og gáfum vistmönnum þar jólagjafir sem hefur verið árvisst í mörg ár.
Í hádeginu á 

Eldborg og Hraunborg afhenda Kiwanisbangsa !

  • 22.12.2017

Eldborg og Hraunborg afhenda Kiwanisbangsa !

Miðvikudaginn  6. desember mættu fulltrúar Kiwanisklúbbanna í Hafnarfirði á Slökkvistöðina og afhentu 30 Kiwanisbangsa til að hafa í sjúkrabifreiðum til að afhenda ungum farþegum sem á erfiðum tíma þurfa að fara með sjúkrabifreið.
Það voru Haraldur H. Jónsson forseti Hraunborgar og Sigurður J. Sigurðsson forseti Eldborgar sem afhentu bangsana og tók Sigurður Lárus varðstjórni við böngsunum og þakkaði fyrir og sagði það væri ómetanlegt að færa börnum bangsa við erfiðar aðstæður og létti þeim mikið. 
Markmið Kiwanis er „Hjálpum börnum heimsins.“

 

Eldri fréttir

Nýjustu færslur

Svæðisráðstefna í Færeyjasvæði 10. feb 2018 klukkan 10:00


Svæðisráðstefna í Sögusvæði 10. feb 2018 klukkan 12:00


Svæðisráðstefna í Ægissvæði 24. feb 2018 klukkan 10:00


Sjá alla viðburði
Ræða Eyjólfs kiwanis 50 ára
gyda-haraldsdottir.mp3