Kiwanis

Fréttir

Andlát Sigurbergur Baldursson.

  • 20.10.2016

Andlát Sigurbergur Baldursson.

Þegar okkur bárust sorgarfréttir af fráfalli Sigurbergs Baldurssonar þá kom upp í hugann þegar á haustdögum 1994, að gjörvilegur maður kom á fund Kiwanisklúbbsins Kötlu sem gestur og var það Sigurbergur Baldursson. Eftir nokkra fundi vildi hann fá nánari upplýsingar um Kiwanis og mér var falið að svara þeim spurningum. Eftir klukkustundar samtal ákvað hann að ganga í Kötlu 1995. Reyndist það mikill happafengur fyrir klúbbinn og hreyfinguna því Sigurbergur rak þá Tölvuskóla Reykjavíkur. Fór ég að ræða við hann um að gera heimasíðu fyrir Kötlu, hann hélt nú að það væri nú ekki mikið mál, ef við myndum afla þeirra upplýsinga sem þar ættu að vera. Varð þetta til þess

Félagsmálafundur Jörfa mánudaginn 17.okt. 2016

  • 18.10.2016

Félagsmálafundur Jörfa mánudaginn 17.okt. 2016

Þetta var fyrsti fundur eftir stjórnarskipti og því fyrsti fundur sem Böðvar Eggertsson forseti stjórnaði. Dagskráin var hefðbundin. Forseti afhenti öllum formönnum nefnda skipunarbréf.  Guðjón Kr. Benediktsson var heiðraður með  silfurstjörnu Kíwanis fyrir vel unnin störf. Mættir voru 22 félagar og fjórir boðuðu forfall.

Stjórnarskipti í Óðinssvæði.

  • 17.10.2016

Stjórnarskipti í Óðinssvæði.

Annasamri helgi var að ljúka hjá svæðisstjóra Óðinssvæðis. Föstudagskvöldið 14. október var haldið í Mývatnssveitina til stjórnarskipta. Forsetar og ritarar voru settir í embætti og þeim síðan falið að klára innsetningu stjórnar við fyrsta tækifæri. Kiwanisklúbbarnir Askja, Herðubreið, Skjálfandi og Emblur voru mættir á Sel Hótel. Til þessa fundar voru mættir 45 félagar og makar. Þetta gekk eins og í sögu, borðaður góður matur, setið lengi, spjallað um Kiwanis og það fyrirkomulag sem var haft á þessum fundi.

Laugardagskvöldið 15. október fór svæðisstjóri inn

Vel heppnaður Lambaréttadagur hjá Kiwanisklúbbnum Heklu.

  • 16.10.2016

Vel heppnaður Lambaréttadagur hjá Kiwanisklúbbnum Heklu.

Föstudagskvöldið 14. október var hinn árlegi Lambaréttadagur haldinn. Að venju var maturinn allur eldaður og gerður úr lambinu. Það var ákveði af styrktarnefnd klúbbsins að ágóði þessa kvölds rynni til Íþróttasambands fatlaðra, það góða starf sem þar er unnið til uppbyggingar á íþróttastarfs fatlaðra barna og til að aðstoða þau til þátttöku í stórmótum erlendis eins og Ólpíuleikunum,
 Veislustjóri var Sigríður Á. Andersen alþingiskona og stóð hún sig með prýði. Þetta er brot í sögu klúbbsins að fá konu sem veislustjóra. Guðlaugur Þór Þórðarson var 

Stjórnarskipti hjá Sólborgu í Hafnarfirði.

  • 14.10.2016

Stjórnarskipti hjá Sólborgu í Hafnarfirði.

Stjórnarskipti hjá Kiwanisklúbbnum Sólborg voru haldin 7.okt. sl. Ný stjórn tók við völdum undir stjórn Vilborgar Andrésdóttur, en með henni í stjórn eru Petrína Ragna Pétursdóttir kjörforseti, Karlotta Líndal ritari, Þorbjörg Lilja Óskarsdóttir féhirðir, meðstjórnendur Hafdís Ólafsdóttir, Dröfn Sveinsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir og fráfarandi forseti Hjördís Harðardóttir.

Fráfarandi forseti veitti nokkrar viðurkenningar og má þar nefna að 4 félagar fengu viðurkenningu vegna 100% mætinga en það voru