Fréttir

Dyngjufréttir !

  • 24.11.2020

Dyngjufréttir !

Við í Dyngju höfum ekki slegið slöku við í haust. Fengum fjölmiðlabikarinn á Umdæmisþinginu, héldum kökusölu í Mjóddinni og fundum á netinu. Allt starf er háð sóttvarnarreglum hverju sinni sem við að sjálfsögðu förum eftir. Þess vegna höfum við fundað á netinu
og erum að verða nokkuð góðar í því undir styrkri stjórn Rósu Sólveigar, sem núna er forseti klúbbsins. Við gátum haft kökusöluna í Mjóddinni í september en hún kom í stað bingós sem við höfum alltaf haldið

Svæðisráðsfundi í Freyjusvæði frestað !

  • 18.11.2020

Svæðisráðsfundur í Freyjusvæði sem vera átti 21. nóvember 2020 að Bíldshöfða 12 frestast fram yfir áramót. Fundurinn verður auglýstur síðar með góðum fyrirvara.

Handbók Hraunborgar 2020-2021

  • 04.11.2020

Handbók Hraunborgar 2020-2021

Út er komin handbók Kiwanisklúbbsins Hraunborgar í Hafnarfirði. Árlega kemur þetta rit út og er vel að verki staðið hjá Gylfa Ingvarssyni og félögum og bókin vönduð að venju og er hægt að nálgast hana hér að neðan. Grunnin geta aðrir klúbbar notað til að gera handbók fyrir sinn klúbb ef vilji er fyrir hendi en þetta er stórgott framtak hjá Hraunborgarfélögum. Í handbókinni eru einnig erindisbréf klúbbsins en gott er að hafa slíkt á einum stað og þar kemur handbók klúbbsins vel.

Þakkarbréf frá Umdæmisstjóra 2019-2020 !

  • 17.10.2020

Þakkarbréf frá Umdæmisstjóra 2019-2020 !

Í gærkvöldi bárust mér hamingjuóskir og góðar fréttir frá USA en Umdæmið okkar Ísland – Færeyjar er það eina í Evrópu sem er með félagsaðild í plús sem ekki hefur gerst til fjölda ára hjá okkur, en þetta er frábær árangur í ljósi þessa ástands sem heimsfaraldurinn er að valda okkar starfi sem og allri starfsemi í samfélaginu.
Ég vil koma á framfæri innilegu þakklæti til ykkar ágætu félagar því svona árangur kemur ekki að sjálfsdáðum heldur með góðum stjórnamönnum, nefndarformönnum og síðan en ekki

Stjórnarskipti hjá Helgafelli !

  • 04.10.2020

Stjórnarskipti hjá Helgafelli !

Laugardaginn 3 október fóru fram stjórnarskipti í Helgafelli á þessum undarlegur tímum, en vaninn er að hafa stjórnarskipti og Árshátið með mökum þar sem boðið er upp á veslu og dansleik á eftir, en sú var ekki raunin í þetta skiptið vegna Covid-19. Þess í stað var boðað til sérstaks stjórnarskiptafundar sem hófst kl 17.00, með því að forseti Sigvarð Anton setti fundinn og bauð alla velkomna og þá sérstakelga Hrafn Sveinbjörnsson Svæðisstjóra Sögusvæðis ásamt eiginkonu og Hjört Þórarinsson sem aðstoðaði Hrafn við 

Eldri fréttir