Fréttir

Páskabingó Sólborgar !

  • 18.04.2019

Páskabingó Sólborgar !

Laugardaginn 13.apríl var Kiwanisklúbburinn Sólborg með Páskabingó.
Bingóið var haldið að Helluhrauni 22, góð mæting var og gestir á öllum aldri.
Spilaðar voru 10 umferðir með kaffipásu um miðbik.
Viljum við þakka öllum þeim sem mættu fyrir stuðninginn en allur ágóði rennur í styrktarsjóð klúbbins sem verður 25 ára þann 5.maí þá mun koma í ljós hvert ágóðinn fer, vinna er í fullum gangi við það verkefni.
Einnig viljum við þakka

Umdæmisstjórnarfundur 13 apríl 2019

  • 14.04.2019

Umdæmisstjórnarfundur 13 apríl 2019

Fundurinn hófst kl 10.00 og setti Umdæmisstjóri fundinn og fór yfir sína skýrslu og starfið sem er framundan, en mikið er að gera í Kiwanis á vormánuðum hjálmaafhending, K-dagurinn og Evrópuþing. Það kom fram á fundinum að það þarf að hraða skráningu á Evróðuþingið en fulltrúar þurfa að skrá sig fyrir 25 apríl og til að skrá sig bara á þingið er lokafresturinn 9 maí.
Líney Bergsteinsdóttir kom næst og fór yfir sína skýrslu og kom fram að félagatala er núna 801 félagi. Líney fór jafnframt yfir skýrsluskil og allt það sem kemur að starfi Umdæmisritara.
Svavar Svavarsson Umdæmisféhirðir fór næst yfir sína skýrslu um og fjármál Umdæmisins og sagði m.a frá húsfundi sem haldin var í húsfélagi Bíldshöfða 12.
Tómas Kjörumdæmisstjóri kom næstur með sína skýrslu og fór yfir sinn undirbúning fyrir komandi starfsár. Þá var komið að Svæðisstjórunum og hóf Ómar Hauksson yfirreið  yfir sína skýrslu, Þórhildur svæðisstjóri Freyju kom næst og fór yfir starfið í sínu svæði. Svæðisstjóri Ægissvæðis Guðlaugur Kristjánsson var næstur á dagskrá með skýrslu um starfið í Ægissvæði og t.d eru skýrsluskil 100% í svæðinu sem er vel gert. Karl Sigmar Svæðisstjóri Sögusvæðis fór yfir starfið í sínu svæði og

Umdæmisstjóri og stjórnarmenn í heimsókn í Færeyjum

  • 12.04.2019

Umdæmisstjóri og stjórnarmenn í heimsókn í Færeyjum

Föstudaginn 5. Apríl s.l var haldið til Færeyja og var tilefnið að vera með fræðslu embættismanna og heimsækja okkar félaga með Umdæmisstjóra Eyþór Kr. Einarsson og frú í broddi fylkingar. Á föstudagskvöldinu var opið hús hjá félögum okkar í ævafornu húsi í Thorshavn og þar var tekið á móti okkur með miklum höfðingskap, en við hefðum viljað sjá fleiri mæta á þennann fagnað þar sem tekinn var upp harmonikka og gítar og sungið og spilað Færeysk lög. Þetta var mjög skemmtileg stund sem við áttum þarna með okkar fólki í Færeyjum. Á laugardagsmorgun var Tómas Sveinsson kjörumdæmisstjóri og hanns fræðslunefnd með fræðslu embættismanna eins og fram kemur hér á heimasíðunni. Svæðisráðsfundur í Færeyjasvæði var laugardaginn 6 apríl og hófst hann kl 14.00 og þar voru fluttar skýrslur klúbbana í Færeyjum og umræður. Umdæmisstjóri Eyþór Einarsson kvaddi sér hljóðs og kynnti m.a fyrir vinum okkar í Færeyjum Happy Child verkefnið og árangur Eliminate verkefnis Kiwanis en því er ekki lokið, en í þessu verkefni felst að

Fræðsla embættismanna í Færeyjum

  • 12.04.2019

Fræðsla embættismanna í Færeyjum

Fræðsla í Færeyjum hófst laugardaginn 6 apríl kl 10.30 í Slökkviliðsstöðinni í Thorshavn. Dröfn Sveinsdóttir Fræðslustjóri setti fræðsluna og gaf síðan Tómasi Sveinssyni umdæmisstjóra 2019-2020 orðið og fór Tómas með sitt ávarp á Færeysku og sagði frá sínum árherlsum og kjörorði starfsársins.  Dröfn hóf síðan fræðsluna og var byrjað á forsetafræðslunni. Um hálf tólfleytið tók Stefán Brandur Jónsson við og fór yfir fræðsluefni fyrir ritara klúbbana. Stefán tók góðann tíma í að fara í skýrslulgerð á gagnagrunni með embættismönnunum, ásamt öðru ritaratengdu efni. Matarhlé var tekið um eittleytið og að því loknu tók

Frá Heklufélögum

  • 08.04.2019

Frá Heklufélögum

Mánudaginn 8. apríl sáu Heklufélagar um Páskabingó á Hrafnistuheimilinu í Reykjavík. Yfir eitthundrað íbúar tóku þátt í bingóinu. 15 vinningar dregnir út þar á meðal tvö armbandsúr, léttvín, páskaegg og fl. Verðmæti vinninga var yfir 70 þúsund. Bingóið gekk vel í allastaði, forseti Heklu Ingólfur Friðgeirsson þakkaði

Eldri fréttir

Nýjustu færslur

Svæðisráðsfundur í Óðinssvæði 27. apríl 2019 klukkan 10:00


Svæðisráðsfundur í Ægissvæði 14. sept 2019 klukkan 10:00


Umdæmisþing 2019 20. sept 2019 klukkan 09:00


Sjá alla viðburði
Ræða Eyjólfs kiwanis 50 ára
gyda-haraldsdottir.mp3