Fréttir

Andlát

  • 27.03.2017

Andlát

Hermann Þórðarson félagi í Eldborg og fyrrum umdæmisstjóri andaðist 23. mars sl.

Útför hans  verður frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 30. mars nk. kl. 13:00.

Fundur Jörfa no.756

  • 20.03.2017

Fundur Jörfa no.756

Félagsmálafundur Jörfa 20.mars. Á fundinn kom Konráð Konráðsson kjörumdæmisstjóri og var með kynningu varðandi stefnumótun Kiwanis.

Eldey heimsækir Búrfell

  • 18.03.2017

Eldey heimsækir Búrfell

 Eldey heimsótti Búrfell á Selfossi og hélt með þeim sameiginlegan fund 15. mars.  Eldeyjarfélagar fjölmenntu í rútu og áttu góðan fund með Búrfellsmönnum.  Ræðumaður var séra Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli. Góður fundur með góðum Kiwanisfélögum.

Jörfafundur 754 20.febrúar 2017

  • 03.03.2017

Jörfafundur 754 20.febrúar 2017

  Forseti setti fund kl. 19: og bauð félaga velkomna. 23 félagar mættir. Guðjón frá afmælisnefnd sagði tvo félaga hafa bætt ári við aldur sinn frá síðasta fundi.  Hafsteinn Elíasson hefði orðið 38 ára og Haraldur Finnsson 75 ára. Böðvar forseti fjallaði um gagnavörslu á rafrænu formi og gerði tilraun til að kenna félögum hvernig það gengi fyrir sig.  Niðurstaðan að með æfingu og leiðbeiningum ættu allir, sem á annað borð nota tölvu, að geta komist upp á lag með að nota þessa rafrænu gagnageymslu bæði til að setja inn í hana og leita að gögnum.

Tveir nýjir félagar í Eldey !

  • 02.03.2017

Tveir nýjir félagar í Eldey !

Tveir nýir félagar þeir Ásgeir Sæmundsson og Einar Ársæll Hrafnsson voru teknir inn í Kiwanisklúbbinn Eldey á fundi s.l miðvikudag.Eru Eldeyjafélagar nú orðnir 66.

Two new members joined Kc Eldey Iceland last wedensday. I had the privledge of doing the ceremonies. Now our member count is 66 members

 

Eldri fréttir