Fréttir

Kiwanisklúbburinn Ölver og Grunnskólinn í Þorlákshöfn gera samstarfssamning Ágóði af jólaskókassa rennur til nemendaferða

  • 13.11.2018

Kiwanisklúbburinn Ölver og Grunnskólinn í Þorlákshöfn gera samstarfssamning  Ágóði af jólaskókassa rennur til nemendaferða

Á haustdögum komu nokkrir Kiwanismenn til fundar við skólastjórnendur í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Tilgangurinn var að finna vettvang til að styðja á jákvæðan hátt við unglinga í skólanum.
Afrakstur fundarins var samningur sem ritað var undir fimmtudaginn 31. október. Samstarfssamningurinn felur í sér að Kiwanismenn láta ágóða af sölu jólaskókassa renna til heilla fyrir nemendur í unglingadeild Grunnskólans í Þorlákshöfn. Jólaskókassinn hefur verið í sölu nú í nokkur ár en í kassanum má finna skemmtilegar litlar gjafir sem henta vel fyrir jólasveina.

Formúlufundur 3 nóvember 2018

  • 03.11.2018

Formúlufundur 3 nóvember 2018

Haukur Sveinbjörnsson  formaður Fjölgunarnefndar setti fundinn og skýrði frá verkefninu og skýrði frá dagskrá og þeim aðilum sem myndu halda erindi á fundinum og bað síðan menn um að kynna sig.
Eyþór umdæmisstjóri tók því næst til máls og skýrði frá fjölgunaráætlun og að vinna eftir stefnumótun Umdæmisins sem gildir til 2022.

Fjölgunaráætlunin hefur ekki staðist og hefur okkur fækkað, en markmiðið er til staðar og höldum við ótrauð áfram að vinna að því, en það eru margar spurningar sem við verðum að spyrja okkur og nýta góðar hugmyndir til að laða fólk að okkar hreyfingu. Við stöndum okkur vel í að hjálpa börnum heimsins en við erum ekki nógu dugleg að auglýsa það, en þetta er fyrst og fremst í höndum félaga og klúbba að fjölga félögum. Eyþór nefndi sem dæmi

Villibráðarhátíð Hraunborgar haldin í 33 skipti.

  • 28.10.2018

Villibráðarhátíð Hraunborgar haldin í 33 skipti.

Hin frábæra Villibráðarhátíð Kiwanisklúbbsins Hraunborgar í Hafnarfirði verður haldin laugardaginn 3 nóvember n.k en þetta er í 33 skipti sem félagarnir halda þennan fagnað til fjáröflunar fyrir samfélagið.
Hátíðin verður í Sjónarhóli í Kaplakrika og hefjast herlegheitin kl 12.00. Veislustjóri verður Hallur Helgason, og Grétar Jóhann Sigvaldason matreiðslumeistari mun sjá um að töfra fram glæsilegt villibráðarhlaðborð. Margt verður gert til

Afhending styrks frá Styrktarsjóði Kiwanisumdæmisins Ísland – Færeyjar

  • 27.10.2018

Afhending styrks frá Styrktarsjóði Kiwanisumdæmisins Ísland – Færeyjar

Miðvikudaginn 24 október sl fór fram afhending styrks, frá Styrktarsjóði Kiwanisumdæmisins
Ísland – Færeyjar, í söfnun JCI Ísland “Gefðu von - Indónesía “.
Söfnunin er til styrktar íbúum Indónesíu eftir náttúruhamfarir sem þar urðu þann 29. september síðastliðinn.
Athöfnin fór fram í húsnæði Kiwanisumdæmisins að Bíldshöfða þar sem stjórn styrktarsjóðsins, framkvæmdastjórn Kiwanisumdæmisins, fulltrúar frá JCI auk annara gesta voru saman komin.
Eins og kemur fram á

Hraunborg styrkir Grensás

  • 27.10.2018

Hraunborg styrkir Grensás

Þann 17. október sl afhenti Svavar Svavarsson forseti Hraunborgar og Geir Jónsson formaður styrktarnefndar Hraunborgar ásamt stjórn styrktarsjóðs, Endurhæfingardeild LSH Grensási þrjá rafdrifna hægindastóla. Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrunardeildarstóri veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði fyrir frábæra gjöf sem mun nýttast vel sjúklingum stofnunarinnar og sagði jafnframt  að velunnarar 

Eldri fréttir

Nýjustu færslur

Umdæmisstjórnarfundur 17. nóv 2018 klukkan 10:00


Svæðisráðsfundur í Freyjusvæði 24. nóv 2018 klukkan 10:00


Svæðisrásfundur í Ægissvæði 24. nóv 2018 klukkan 10:00


Sjá alla viðburði
Ræða Eyjólfs kiwanis 50 ára
gyda-haraldsdottir.mp3