Fréttir

Bingókvöld Kiwanisklúbbsins Dyngju !

  • 24.02.2020

Bingókvöld Kiwanisklúbbsins Dyngju !

Kiwanisklúbburinn Dyngja í Reykjavík ætlar að halda sitt árlega Bingókvöld þriðjudaginn 3.mars. Kvöldið fer fram í Árskógum 4 og mun húsið opna kl 19:30
Byrjað verður að spila kl 20:00 og mun allur ágóði renna til Vinarsetursins. Þetta er frábært verkefni hjá Dyngjukonum sem vert er að veita liðsinni og mæta með vini og vandamenn í anda Kiwanis og láta gott af sér leiða.

Heklufélagar halda fund í húsnæði Hróksins við Geirsgötu 20.feb 2020

  • 24.02.2020

 Heklufélagar halda fund í húsnæði Hróksins við Geirsgötu 20.feb 2020

Fundurinn byrjaði á því að Hrafn Jökulsson bauð alla í salnum velkomna og bauð síðan upp á kjörsúpu. 
Eftir kjötsúpuátið setti Sighvatur forseti Heklu fundinn og bauð alla velkomna, svæðisstjóra Freyjusvæðis, Kiwanis fólk og aðra gesti. Forseti þakkaði Hrafni og Hróksfélugum boðið, hann hrósaði kjötsúpunni og bað fundar menn að klappa fyrir kokknum. Heklufélagar voru 11. Nú var komið að afhendingu afmælismerkja og skjala því til staðfestu. Forseti kallaði upp Guðmund Oddgeir sem gekk í klúbbinn 13.desember 1994 og er því 25 ár frá því hann gekk í klúbbinn, síðan kallaði hann á Björn Pálsson en hann gekk í klúbbinn 9.febrúar 1965 og er því 55 ár frá því að hann gekk í

Skemmtifundur Mosfells !

  • 07.02.2020

Skemmtifundur Mosfells !

Undanfarin ár höfum við í Kiwanisklúbbnum Mosfelli haldið skemmtifund þegar daginn er farið að lengja, þar sem við höfum fengið skemmtikraft til að troða upp í stað ræðumanns. Í fyrra var það Jóhannes Kristjánsson, þar áður Guðni Ágústsson. Þetta hefur vakið góða lukku enda fjölmennir fundir, 75 Kiwanisfélagar mættu í fyrra. 
Núna bjóðum við enn og aftur  öllum Kiwanisklúbbum á sv horninu (í landnámi Ingólfs þ.e. vestan Ölfusár og 

Kiwanisklúbburinn Básar gefur til Glaðheima í Bolungarvík !

  • 04.02.2020

 Kiwanisklúbburinn Básar gefur til Glaðheima í Bolungarvík !

Félagar í Kiwanisklúbbnum Básar halda áfram styrktarverkefnum sínum þennan veturinn. Markmið þeirra er að styrkja börnin á öllum leikskólunum á sínu svæði. Þetta eru leikskólarnir í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavík.
Síðastliðinn föstudag komu þeir færandi hendi á leikskólann Glaðheima í Bolungarvík. Voru börnunum færð margvísleg áhöld sem nýtast til eflingar á hreyfiþroska þeirra. Ragnheiður Ragnarsdóttir leikskólastjóri þakkaði

Kótilettukvöld Keilis !

  • 03.02.2020

Kótilettukvöld Keilis !

Kótilettukvöld Kiwanisklúbbsins Keilis verður haldið 14 febrúar í sal Kiwanisklúbbsins að Iðavöllum 3c í Reykjanesbæ.

Þemað á þessum kvöldum hefur alltaf verið stangveiði og það verður þannig líka núna, ræðumaður kvöldsins er Þorsteinn J Vilhjálmsson.   

Happdrættið verður á sínum stað. Þeir sem hafa áhuga geta pantað miða með því að senda tölvupóst á Reynirf@internet.is

Kær kveðja,
Kiwanisklúbburinn Keilir.

Eldri fréttir

Nýjustu færslur

Svæðisráðsfundur í Ægissvæði 14. mars 2020 klukkan 10:00


Svæðisráðstefna í Freyjusvæði 04. apríl 2020 klukkan 10:00


Svæðisráðsfundur í Ægissvæði 12. sept 2020 klukkan 10:00


Sjá alla viðburði
Ræða Eyjólfs kiwanis 50 ára
gyda-haraldsdottir.mp3