Fréttir

Þakkarbréf frá Umdæmisstjóra 2019-2020 !

  • 17.10.2020

Þakkarbréf frá Umdæmisstjóra 2019-2020 !

Í gærkvöldi bárust mér hamingjuóskir og góðar fréttir frá USA en Umdæmið okkar Ísland – Færeyjar er það eina í Evrópu sem er með félagsaðild í plús sem ekki hefur gerst til fjölda ára hjá okkur, en þetta er frábær árangur í ljósi þessa ástands sem heimsfaraldurinn er að valda okkar starfi sem og allri starfsemi í samfélaginu.
Ég vil koma á framfæri innilegu þakklæti til ykkar ágætu félagar því svona árangur kemur ekki að sjálfsdáðum heldur með góðum stjórnamönnum, nefndarformönnum og síðan en ekki

Stjórnarskipti hjá Helgafelli !

  • 04.10.2020

Stjórnarskipti hjá Helgafelli !

Laugardaginn 3 október fóru fram stjórnarskipti í Helgafelli á þessum undarlegur tímum, en vaninn er að hafa stjórnarskipti og Árshátið með mökum þar sem boðið er upp á veslu og dansleik á eftir, en sú var ekki raunin í þetta skiptið vegna Covid-19. Þess í stað var boðað til sérstaks stjórnarskiptafundar sem hófst kl 17.00, með því að forseti Sigvarð Anton setti fundinn og bauð alla velkomna og þá sérstakelga Hrafn Sveinbjörnsson Svæðisstjóra Sögusvæðis ásamt eiginkonu og Hjört Þórarinsson sem aðstoðaði Hrafn við 

Kiwanisklúbburinn Búrfell 50 ára !

  • 30.09.2020

Kiwanisklúbburinn Búrfell 50 ára !

Kiwanisklúbburinn Búrfell er 50 ára í dag en hann var stofnaður 30 september 1970. Búrfell er öflugur klúbbur með frábæra og eljusama félaga sem starfa af miklum krafti við það að láta gott af sér leiða eins og góðum klúbbi sæmir, Innilegar hamingjuóskir á þessum merku tímamótum.
Kiwanisklúbburinn Búrfell á Selfossi hefur starfað mikið fyrir samfélagið og sérstaklega fyrir börnin allt frá stofnun hans 1970. 
Mikil samfélagsþróun hefur mótað störf klúbbanna á þessum árum. Fyrstu áratugina voru eingöngu karlmenn sem sóttu í þetta félagsform, en sem betur fer eru konur farnar að koma inn og taka þar til óspiltra málanna Vaxtarbroddur hreyfingarinnar er meðal áhugasamra kvenna í samfélaginu. Það væri verðugt verkefni og huglægt viðfangsefni kvenna á öllum aldri að kynna sér markmið kiwanis hreyfingarinnar og störf þeirra 
sem hafa helgað sig þessu 

Kiwanisklúbburinn Jörfi afhendir styrk !

  • 30.09.2020

Kiwanisklúbburinn Jörfi afhendir styrk !

Kiwanisklúbburinn Jörfi afhenti styrk til Félags lesblindra á Íslandi að upphæð ein milljón kr. og það var Snævar Ívarsson framkvæmdastjóri félagsins sem veitti styrknum móttöku en Friðrik Hafberg formaður fjáröflunar og styrktar nefndar afhenti styrkinn.

Kiwanisklúbburinn Keilir 50 ára

  • 29.09.2020

Kiwanisklúbburinn Keilir 50 ára

Í tilefni af 50 ára afmælis Kiwanisklúbbsins Keilis er hérna pistill um upphaf og starf klúbbsins okkar.

 

Upphafið

Stofnfundur Kiwanisklúbbsins var haldin á matstofunni Vík við Hafnargötu fimmtudaginn 11. júní 1970 kl. 15:30, þar voru mættir 16 verðandi stofnfélagar en þeir voru:  Þorvaldur Benediktsson, Rúnar Benediktsson, Guðmundur Örn Ragnarsson, Þórarinn Eyjólfsson, Guðbjörn Magnússon, Ævar Guðmundsson, Grétar Magnússon, Jón Ólafur Jónsson, Ómar Ólafsson, Pétur Jóhannsson, Brynjar Halldórsson, Birgir Einarsson, Guðni Kjartansson, Karl Taylor, Sverrir Jóhannsson og Jónas Guðmundsson.  Það voru líka mættir 4 meðlimir frá Kötlu í Reykjavík til aðstoðar, þeir

Eldri fréttir