Fréttir

Dyngja með bingó í Árskógum 4

  • 09.10.2015

Dyngja með bingó í Árskógum 4

Húsfyllir var á bingói sem Kiwanisklúbburinn Dyngja hélt í gærkvöldi í Árskógum 4.

Góðir vinningar voru í boði, kaffi og heimabakað meðlæti.

Allur ágóði af bingóinu rennur til Vinasetursins, Vinasetrið er heimili og vettvangur fyrir börn sem þurfa á stuðningsfjölskyldum að halda.

Kiwanisklúbburinn Dyngja þakkar

Stjórnarskipti hjá Drangey

  • 09.10.2015

Stjórnarskipti hjá Drangey

Stjórnarskiptafundur var hjá Kiwanisklúbbnum Drangey miðvikudagskvöldið 7 Okt.
Vel var mætt af félögum og voru eiginkonur hafðar með á þennan hátíðarfund.
Forseti setti fund og bauð umdæmisstjóra, kjörumdæmistjóra, svæðisstjóra, félaga og gesti velkomna.
Kynti formaður móttökunefndar matseðil kvöldsins.
Rækjukokteill á salatbeði m/ristuðu brauði
Lambakóróna m/villijurtasósu og bakaðri kartöflu og
marengsskál m/grand marineruðum ferskum ávötum og hvítri súkkulaðimús.
Forseti fór yfir liðið starfsár sem

Upphaf vetrarstarfsins - uppgjörsfundur

  • 08.10.2015

Upphaf vetrarstarfsins - uppgjörsfundur

Miðvikudaginn 30. sept s.l. var 18. og síðasti fundur liðins starfsárs en jafnframt upphaf vetrarstarfsins hjá Skjálfanda og fram undan nýtt og gefandi starfsár.

Stjórnarskipti í Jörfa og nýr félagi.

  • 07.10.2015

Stjórnarskipti í Jörfa og nýr félagi.

Laugardaginn 3.okt.2015 var stjórnarskiptafundur í Jörfa.Fundurinn var haldinn í Háteigi á Grand Hótel. Hófst hann með fordrykk og borðhaldi. Hafsteinn Sigmundsson var fundarstjóri. Að venju voru veittar viðurkenningar. Þeir heiðursmenn  Haraldur, Jón Jakob, Friðjón og Baldur fengu viðurkenningu fyrir 100% mætingu. Fyrirmyndarfélagi var útnefndur  fyrir valinu að þessu sinni var Pétur Sveinsson. Friðrik E.Hafberg var sæmdur gullstjörnu fyrir frábær störfí þágu klúbbsins. Tekinn var inn nýr félagi í Jörfa Ólafur Einarsson og sá Haraldur B.Finnson um þá athöfn .  Forseti Friðjón Hallgrímsson fór yfir liðið starfsár. Svæðisstjóri Ólafur Sveinsson setti menn síðan í embætti með aðstoð Haraldar B.Finnssonar og Hafsteins Elíassonar.

Stjórnarskipti hjá Helgafelli

  • 06.10.2015

Stjórnarskipti hjá Helgafelli

Stjórnarskipti í Helgafelli fóru fram s.l laugardagskvöld í Kiwanishúsinu við Strandveg. Þetta var glæsilegt kvöld í alla staði sem hófst á því að Jóhann Ólafur Guðmundsson forseti setti fund og hélt smá tölu, og afhenti síðan fundarstjórn til fráfarandi forseta Ragnars Ragnarssonar sem var veislustjóri kvöldsins, Ragnar sagði nokkura lauflétta brandara og kynnti síðan matseðil kvöldsins, en það var Einsi Kaldi og hanns fólk sem sá um veisluna, en borinn var fram glæsilegur þriggja rétta matseðill. Að loknu borðhaldi var komið að stjórnarskiptum og sá Helgafellsfélaginn Tómas Sveinsson Svæðisstjóri Sögusvæðis um athöfnina. Nýja stjórn Helgafells skipa: Forseti: Kári Hrafnkelsson Fráfarandi forseti: Jóhann Ólafur Guðmundsson Kjörforseti: Andrés Sigurðsson Féhirðið: Lúðvík Jóhannesson Ritari: Hafsteinn Gunnarsson Gjaldkeri: Jón Örvar van der Linden Erlendur ritari: Jónatan Guðni Jónsson Að loknum stjórnarskiptum bað Jóhann Ólafur fráfarandi forseti um orðið en tilefnið var að gera Jóhann Ólafsson að heiðursfélaga í Helgafelli. Jóhann er mikill og virkur Kiwanisfélagi og er hann vel að þessu kominn kappinn sá. Að venju flutti nýkjörinn forseti ávarp Kári Hrafnkelsson og fór yfir dagskrá og áherslur starfsársin, og er greinilega spennandi starfsár framunda hjá okkur Helgafellsfélögum. Tvö tónlistaratriði voru á dagskrá fyrst komu þau Hannes og Sunna og fluttu nokkur lög við góðar undirtektir. Síðan ksteig  nýstofnaður Karlakór Vestmannaeyja á stokk og fluttu veislugestum nokkur lög, og var vel tekið á móti þessum snillingum og vonandi á kórinn góða og bjarta framtíð í sínu starfi. Forseti Kári Hrafnkelsson sleit fundi og áttu menn og konum ánægulega kvöldstund saman fram eftir nóttu. Myndband Hannes og Sunna Myndband Karlakór Vestmannaeyja

Aldrei jafnmargar viðurkenningar til eins klúbbs

  • 05.10.2015

Aldrei jafnmargar viðurkenningar til eins klúbbs

Félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey komu heim drekkhlaðnir verðlaunum frá umdæmisþingi Kiwanishreyfingarinnar Ísland/Færeyjar sem haldið var í Vestmannaeyjum helgina 11.-13. september. Hið umfangsmikla verkefni sem klúbburinn stóð fyrir sl. ár, er félagar söfnuðu fyrir nýju speglunartæki á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki auk þess að bjóða upp á ristilskimun fyrir einstaklinga 55 ára ár hvert, hefur vakið verðskuldaða athygli.

Þingfundur 2015 3.hluti

  • 02.10.2015

Þingfundur 2015 3.hluti

Fyrimyndarfélagar, -klúbbarog -svæði á heimsvísu.

  • 02.10.2015

Fyrimyndarfélagar, -klúbbarog -svæði á heimsvísu.

Forsetar – Nýtum öll tækifæri til að viðurkenna félaga fyrir góð störf og sýnum að okkur er annt um klúbbinn okkar!

Í ljósi þess að 70% klúbba voru útnefndir Fyrirmyndar-klúbbar á síðasta umdæmisþingi, hljóta þeir að eiga góða möguleika á að hljóta útnefningu sem slíkir á alþjóðavísu skv. skilgreiningum heimsstjórnar!  Einnig geta klúbbforsetar fyllt út

Þingfundur 2015 2.hluti

  • 01.10.2015

Þingfundur 2015 2.hluti

Vetrarstarfið að hefjast í Skjálfanda

  • 29.09.2015

Vetrarstarfið að hefjast í Skjálfanda

Að loknu góðu sumri, sem þó hefði mátt vera betra veðurfarslega hér á svæðinu, er nýtt starfsár í klúbbnum að hefjast og taka á sig venjubundna mynd.

Þingfundur 2015 1.hluti

  • 29.09.2015

Þingfundur 2015 1.hluti

Umdæmisstjóri fær tertubað.

  • 29.09.2015

Umdæmisstjóri fær tertubað.

Stjórnarskiptafundur hjá Heklu.

  • 28.09.2015

Stjórnarskiptafundur hjá Heklu.

Föstudaginn 25. September var stjórnarskiptafundur í Heklunni. Hófst hann með borðhaldi og síðan fór forseti Eyjólfur Sigurðsson yfir liðið starfsár. Svæðisstjóri Ólafur Sveinsson setti

Kiwanisklúbburinn Keilir afhendir Lundann í fjórtánda sinn

  • 27.09.2015

Kiwanisklúbburinn Keilir afhendir Lundann í fjórtánda sinn


Samhliða Lundakvöldi Kiwanisklúbbsins Keilis er árlega veittur gripur til einstaklings sem hefur látið gott af sér leiða og/eða unnið óeigingert starf í þágu samfélagsins, bæjarbúa og/eða bæjarfélagsins Reykjanesbæjar. Verðlaunagripurinn er uppstoppaður lundi.
 

Skötumessan að sumri er hugmynd sem fæddist fyrir nokkrum árum og byrjaði í samstarfi Ásmundar Friðrikssonar og Guðjóns Sigurðssonar formanns MND. MND naut góðs af messunni í upphafi og nú er svo komið að yfir fjögurhundruð manns mæta árlega á messuna. Síðustu fimm árin hafa safnast margar milljónir sem hafa verið útdeilt á fjölmörg verkefni. Það er því við hæfi að forsprakki

Afhending þrekhjóls á Reykjalundi

  • 25.09.2015

Afhending þrekhjóls á Reykjalundi Miðvikudaginn 23. september var Reykjalundi afhent þrekhjól til afnota.   Á myndinni eru (frá vinstri) Birgir Gunnarsson forstjóri Reykjalundar, Hera Rut Hólmarsdóttir sjúkraþjálfari, Bjarni Gíslason, Margrét Garðarsdóttir sjúkraþjálfari, Eyjólfur Guðmundsson, Magnús Ólason framkvæmdastjóri lækninga, Sævar Hlöðversson kjörforseti, Gestur Ó. Karlsson, Steingrímur Hauksson forseti og Ásdís Kristjánsdóttir forstöðusjúkraþjálfari.

Hjálmasaga

  • 25.09.2015

Hjálmasaga

Hjón frá Akranesi komu að máli við Gunnlaug umdæmisstjóra, en þau eru nýflutt til landsins og tók sonur þeirra eftir því í Grundarskóla hvað krakkarnir voru með fína reiðhjólahjálma og sagði félagi hanns honum frá því að allir í fyrsta bekk hefðu fengið svona hjálma frá Kiwanis.

Þegar Gunnlaugur var

45.Umdæmisþing 2015 föstudagur

  • 25.09.2015

45.Umdæmisþing 2015 föstudagur

Stiklur úr 40 ára sögu Kiwanisklúbbsins Jörfa.

  • 21.09.2015

Stiklur úr 40 ára sögu Kiwanisklúbbsins Jörfa.

Kiwanisklúbburinn Jörfi varð 40 ára 28.maí 2015. Hann var stofnaður í Árbæjarhverfinu og voru stofnfélagar 22.  Móðurklúbbar hans voru Hekla og og Elliði.  Fyrsti forseti klúbbsins var kjörinn Ævar Breiðfjörð.   Af stofnfélögum eru 4 enn félagar.  Alls hafa 94 verið félagar í klubbnum um lengri eða skemmri tíma.  Lengst af voru félagar milli 20 og 30 og eru nú 30.  Þar af eru 12 sem verið hafa í klúbbnum í meira en 25 ár.   Í gegnum árin hafa margir Jörfafélagar gengt trúnaðarstörfum fyrir Kiwanishreyfinguna bæði á Íslandi og í Evrópusamtökunum.  M.a. hafa þrír félagar gengt starfi umdæmisstjóra í umdæminu Ísland –Færeyjar. Kiwanishreyfingin hefur undanfarin ár átt í erfiðleikum vegna fækkunar félaga og því eru Jörfamenn nokkuð hreyknir af að hafa ekki aðeins haldið í horfinu  heldur náð að  fjölga aðeins í hópnum.  Þó er ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur af endurnýjun því meðalaldur félaganna er nokkuð hár eða rétt um 70 ár.  Þó menn beri aldurinn vel þá er ljóst að nauðsynlegt er að yngja verulega upp í hópnum.  Horfum við til þess að yngri félagarnir dragi sína félaga með sér inn í klúbbinn til að taka þátt í starfinu.

Stjórnarskipti hjá Ölver í Þorlákshöfn.

  • 20.09.2015

Stjórnarskipti hjá Ölver í Þorlákshöfn.

Stjórnarskiptafagnaðurinn var haldinn í Ráðhúsi Þorlákshafnar að viðstöddum um 60 manns félagar og makar.

Kvöldið hófst á léttu nótunum með ávörpum og gamanmáli, verðandi ritari sagði frá ferðinni á þingið í Eyjum á skemmtilegan hátt og höfðu viðstaddir gaman að. Matseðill kvöldsins var ekki af verri endanum en í forrétt var humarsúpa með

Frá Kiwanisklúbbnum Ölver

  • 20.09.2015

Frá Kiwanisklúbbnum Ölver

Kiwanisklúbburinn Ölver hélt sinn fyrsta fund eftir sumarfrí á miðvikudaginn 2.september síðastliðinn. Kiwanismenn eru bjartsýnir á komandi haust og vetur og munu halda áfram frá þar sem frá var horfið. 

Næst á dagskrá eru stjórnarskipti sem verða haldin laugardaginn 19.september.

Ölversmenn buðu upp á súpu á Hafnardögum sem haldnir voru  í byrjun júni, margir voru með jibbíkóla með sér til