Setning 49.Umdæmisþings í Ástjarnarkirkju !

Setning 49.Umdæmisþings í Ástjarnarkirkju !


Setning 49 umdæmisþings fór fram á föstudagskvöldi þings  í Ástjarnarkirku í Hafnarfirði. Athöfnin hófst kl 20.30 með ávarpi Umdæmisstjóra Eyþórs Kr Einarssonar sem setti þingið og var dagskrá kvöldsins hefðbundin með ávarpi erlendra gesta Steinar Birklund umdæmisstjóri Norden, Sam Sekhon ráðgjafi í heimsstjórn og síðan en ekki síst okkar Evrópuforseti Óskar Guðjónsson. Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar Kristinn Andersen ávarpaði samkomuna og Séra Arnór Bjarki Blómsterberg blessaði þingið með hugvekju. Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju undir stjórn Helgu Loftsdóttur söng nokkur lög og kom 

kórinn tvisvar fram við góðar undirtektir þingfulltrúa. Það er hefð fyrir því að Styrktarsjóður umdæmisins afhendi styrki við setningu þings til félaga í því bæjarfélagi sem þingið fer fram hverju sinni og fékk Vinarsetrið styrk að upphæð 250 þúsund krónur og veitti Guðrún Arinbjarnardóttir honum viðtöku. Sorgarsamtök fengu líka styrk að upphætð 150 þúsund krónum. Að lokinni þingsetningu var opið hús fram eftir kvöldi á Ásvöllum þar sem þingfulltrúar áttu ánægjulega stund saman.

ALLAR MYNDIR FRÁ ÞINGINU MÁ NÁLGAST HÉR