Heklufélagar með flugeldasýningu.

Heklufélagar með flugeldasýningu.


Á þrettándanum þann 6. janúar voru Heklufélagar með flugeldasýningu fyrir íbúa Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði. Þetta hefur verið árlegur viðburður þegar veður leyfir.  Reynt er að skjóta  flugeldunum upp þannig að sem flestir sjá bæði innandyra og utan.  Björgunarsveitin Ársæll hefur séð um sýninguna undanfarin 20 ár, þar eru fagmenn á ferð og þökkum við þeim fyrir aðstoðina.
Kiwanisklúbburinn Hekla hefur stutt starfsemi Hrafnistu á ýmsan hátt og í vetur verður kvöldskemmtun og síðan sumarferð í júní. 

Birgir Benediktsson ritari.?