Skjöldur styrkir 10 bekk Grunnskóla Fjallabyggðar

Skjöldur styrkir 10 bekk Grunnskóla Fjallabyggðar


Kiwanisklúbburinn Skjöldur bauð nemendum  10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar ásamt umsjónarkennara til pizzaveislu í Kiwanishúsinu s.l. þriðjudag. Tilefni veislunnar var að afhenda nemendunum 50.000kr  styrk í ferðasjóð bekkjarins vegna þáttöku þeirra í Þrettándagleði Skjaldar í janúar s.l. 
Baldur Jörgen Daníelsson forseti Skjaldar fræddi ungmennin um Kiwanishreyfinguna og þakkaði þeim  fyrir samstarfið á þrettándagleðinni þar sem þau stóðu sig með stakri prýði og afhenti svo fulltrúum bekkjarins styrkinn.  Þegar borðhaldi var lokið var orðið gefið laust og nokkrir af nemendunum stigu í pontu og æfðu sig í ræðuhöldum.  Kiwanisklúbburinn Skjöldur þakkar nemendum 10. Bekkjar GF fyrir samstarfið og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.