Kvennanefndin og umdæmisstjóri með kynningarfund að Engjateigi

Kvennanefndin og umdæmisstjóri með kynningarfund að Engjateigi

  • 14.11.2010

Þriðjudaginn 9. nóvember stóð kvennanefnd umdæmisins fyrir kynningarfundi að Engjateigi.  Þetta var góður  og skemmtilegur fundur. Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri kynnti hreyfinguna og markmið hennar. Kvennanefndin sagði frá hvernig Kiwanisklúbbar starfa og  Sólborgarfélagi sagði frá sinni Kiwanisupplifun.
 Á fundinn mætu 12 áhugasamar konur sem sýndu margar áhuga á að mæta aftur.  Kvennanefndin gerir sér væntingar um að hægt verði að stofna kvennaklúbb á höfðuborgarsvæðinu á starfsárinu.
Næsti fundur verður miðvikudaginn 24 nóvember kl. 20:00 að Engjateigi 11 og eru Kiwanisfélagar hvattir til að láta konur vita af þessum fundi.


Kiwaniskveðja
Kvennanefndin