Matargjafir

Matargjafir

  • 23.12.2008

Eitt styrktarverkefna okkar Höfðafélaga fyrir hver jól er dreifing matargjafa til nokkurra fjölskyldna sem af ýmsum ástæðum eiga mjög erfitt um vik fjárhagslega, en þær eru því miður sorglega margar. Þann 22. desember hittumst við nokkrir félagar og útbjuggum og dreifðum 25 matargjöfum í Grafarvogi og Grafarholti.

Pökkunin fór fram í húsnæði því sem klúbburinn hefur fengið til afnota fyrir flugeldasöluna þetta árið, en hún verður við Gylfaflöt 5. Eins og áður voru matvælin af ýmsum toga. Meðal þess sem sett var í kassana var hangikjöt og Hamborgarhryggur, niðursuðuvörur, brauðvörur, kökur, sælgæti, gosdrykkir og ostar.
Séra Sigríðar Guðmarsdóttur prestur í Grafarvogsprestakalli okkur aðstoðaði okkur við þetta verk. Þess má til gamans geta að séra Sigríður kom á jólafundinn okkar sem haldinn var þann 11. desember sl., en þar flutti hún jólahugvekju. Eins og áður er forsenda þessa styrktarverkefnis einstök gjafmildi og rausnarskapar nokkurra íslenskra matvælafyrirtækja sem gáfu okkur matvælin. Að sjálfsögðu kunnum við þeim okkar bestu þakkir fyrir. Þess má geta að við áætlum að andvirði þessara matargjafa sé u.þ.b. hálf milljón króna.

Guðni Walderhaug,
fjölmiðlafulltrúi Höfða

Að sjálfsögðu var liðinu stillt upp til myndatöku að pökkun lokinni. Séra Sigríður er fyrir miðri mynd.