Í dag komum við saman á HSU í Vestmannaeyjum fulltrúar frá Kiwanisklúbburinn Helgafelli, Kvenfélaginu Líkn, og Oddfellow Rbst. nr. 3 Vilborg og Oddfellow St. nr. 4, Herjólfur.
Tilefnið var að afhenda Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum guluteppi en slíkt teppi kostar 1.066.400 kr og er mjög mikilvægt til meðferðar á gulu hjá nýfæddum börnum, í stað þess að ungbarnið fari ekki í svokallaðann gulukassa.
Foreldrar geta þess í stað haldið á barninu umvafið teppinu, en slík teppi hafa reynst vel.
Það var María Sigurbjörnsdóttir sem afhenti teppið með gjafabréfi fyrir hönd félagana en ekki er langt síðan að sömu félög færðu stofnuninni gulumæli en mælingar fara aðalega fram á fyrstu tveimur vikum eftir fæðingu barnsins og getur sparað barninu margar stungur.