Magnús R Jónsson látinn.  Kveðja frá Kiwanisklúbbnum Heklu.

Magnús R Jónsson látinn.  Kveðja frá Kiwanisklúbbnum Heklu.


Kvatt hefur okkur Magnús R. Jónsson, 87 ára gamall Kiwanisfélagi.  Magnús gekk í Kiwanisklúbbinn Heklu 19. nóvember 1963 og var einn af stofnendum klúbbsins og elsti Kiwanisfélagi er hann lést. Hefur því starfað í hart nær 60 ár í Kiwanishreyfingunni.  Í janúar 2019 á 55 ára afmæli klúbbsins var hann sæmdur æðstu viðurkenningu klúbbsins, gullstjörnu með rúbín, stjörnu nr. 9. Einnig hafði hann fengið silfurstjörnu klúbbsins 2008.
 Magnús var gegnheill Kiwanismaður, hann var 

forseti klúbbsins 1973-74, einnig gegndi hann ýmsum embættum fyrir klúbbinn eins styrktarnefnd og  fjáröflunarnefnd. Hann tók þátt í Lambaréttadegi klúbbsins, þ.e. fjáröflunardagur, ýmist með þátttöku, happdrættisvinningum eða beinu framlagi. Sama var með K-daginn. 
Við Heklu félagar söknum hans sárt og þökkum honum fyrir öll þau störf sem hann tók að sér fyrir klúbbinn og Kiwanishreyfinguna. 
Við Heklu félagarnir sendum öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur og kveðjum góðan félaga.


Fh. Kiwanisklúbbsins Heklu Birgir Benediktsson forseti Heklu