Nýbyrjað ár hafið í starfi Höfða.

Nýbyrjað ár hafið í starfi Höfða.


Ég vil byrja á að óska öllu Kiwanisfólki árs og friðar og von um að árið 2023 færi okkur öllu gleði og gæfu! Engin breyting varð á hjá Höfða-félögum með sína árlegu fjáröflun nú um þessi áramót, sem tókst vonum framar. Fyrsti fundur ársins var haldinn 5. janúar s.l. þar sem 20 kiwanisfélagar voru mættir, þar af 7 Esju félagar. Þar sem bæði forseti og kjörforseti voru fjarverandi (sóla á sér tásur) sá fráfarandi forseti klúbbsins Sigurður Svavarsson um fundastjórn og viljum við færa þeim Esjufélögum fyrir innlitið og sitt innlegg til fundarins. Seinni fundur janúarmánaðar var svo haldinn þann 19. þess mánaðar, sem var Almennur fundur þar sem 18 félagar mættu, ásamt gestafyrirlesara. Á fundin kom 

Jón Trausti Snorrason einn stofnenda Hróa Hattar-Barnavinafélags og flutti fróðlegt erindi um félagsskapinn og þau verkefni sem barnavinafélagið stendur fyrir, enn félagið er í því að styðja fjárhagslega við bakið á þeim grunnskólabörnum sem líða skort á einhvern hátt, hafa ekki sömu lífsgæði og fjárhagslega getu og bekkjasystkini þeirra njóta. Í framhaldi af erindi Jóns Trausta afhenti Kiwanisklúbburinn Höfði, Hróa Hetti-Barnavinafélagi formlega styrk að upphæð kr. 500.000,- með þeirri ósk að gjöfin verði þeim sem njóta til heilla, gleði og skemmtunar og stuðli þar með að farsælli framtíð þeirra, en þess má geta að þetta er okkar þriðja framlag til félagsins. 

Hægt er að fræðast nánar um Hróa Hött-Barnavinafélag hér.: https://hhb.is/ 

Fréttabréf Höfða HÉR

Með Kiwanis kveðju. F.h. Kiwanisklúbbsins Höfða. 
Gestur Halldórsson, forseti Höfða. 

Mynd: Hér er Brynjólfur Gíslason að afhenda Jóni Trausta Snorrasyni, ritara Hróa Hattar,
styrkinn ásamt forseta Höfða (
hægra megin) Gesti Halldórssyni.