Umdæmisstjórnarfundur 12 nóvember 2022

Umdæmisstjórnarfundur 12 nóvember 2022


Umdæmisstjóri Jóhanna María Einarsdóttirsetti fund kl 10.30 og var byrjað á skýrslum umdæmisstjórnar og hóf Jóhanna María  mál sitt á sinni skýrslu, og styklaði á stóru um starfið og það sem verið væri að gera, efla fræðslu og kynningarefni. Meðalaldur okkar er 66 ár og er því þörf á því að stofna nýja klúbba með yngra fólki. Leitað er að nýjum formanna K-dagsnefndar og fara út í breytingu á formi sölunar og fleira til að poppa þetta upp. Umdæmistritari fór síðan næst yfir sína skýrslu og sagði Inga að mestur tími hafi farið í að uppfæra félagatalið og er það nauðsynlegt að ritarar haldi félagatali klúbba réttu. 715 er félagatala í hreyfingunni í dag og er því nausynlegt að fjölga um 2 til 4 í hverjum klúbbi, Inga hvetur alla félaga til að nota Kiwanisnetföngin. Benedikt umdæmisféhirði tók næst til máls og fór yfir sitt starf og sagðist ekki hafa fengið prókúrur enþá og því hafi verið rólegt hjá féhirðir. Björn kjörumdæmisstjóri flutti síðan sína skýrslu sagði hann m.a að það sé gaman að sjá starfið fara af stað og ekki síður nú í þessu embætti sem hann er að 

taka að sér, Björn talaði um ferð sína til USA í fræðslu verðandi umdæmisstjóra og fannst mikið til koma. Við þurfum að hefja baráttu um að fjölga félögum sagði Björn jafnframt. Guðlaugur Kristjánsson verðandi kjörumdæmisstjóri kom í pontu og sagði frá sínum áherslum sem hann vill hrinda í framkvæmd á sínu starfsári. Svæðisstjórnarnir komu næstir í pontu og hóf Kristinn svæðisstjóri Óðissvæðis yfirferð á sínu starfi . Ólafur Hjálmarsson svæðisstjóri Ægissvæðis kom næstur og fór yfir skýrslu svæðisins og það starf sem hefur verið í svæðinu í byrjun þessa starfsárs. Steinn kom næstur fyrir Freyjusvæði og sagði frá sínu starfi og þeim málum sem eru í gangi þar. Petur Olivar Svæðisstjór Færeyjasvæðis flutti síðan sína skýrslu á Teams og þakkaði móttökur á Selfossi og Vestmannaeyjum í september og á hann þar við þingið og heimsókn til eyja, og sagði síðan frá því sem verið væri að gera í Færeyjasvæði. Jón Áki svæðisstjóri Sögusvæðis flutti sína skrýrslu eða meginatriði og gerði hann það í gegnu Teams.
Undir liðnum umræðu um skýrslur kom Eyþór með ábendigu frá fræðslunefnd að bæta inn heimsóknum í skýrslur. Kristinn svaraði þessu með stæl eins og honum er einum lagið. Inga kom með athugasemd með skýrsluskil frá klúbbunum. Petur Olivar lagði orð í belg um Kiwanis Evrópu og KI og það fyrirkomulag. Gunnstein svaraði fyrirspurn Peturs Olivar um kennitölur úti og eru félagasamtökin orði til. Benedikt svaraði Petir með tungumálin og hvatti hann alla til að nota sitt tungumál , Bendi ætar jafnframt að beita sér fyrir þýðingu á skýrslum og tók Inga undir þetta. Tómas lagði í umræðuna með þýðinguna, og Óskar Guðjónsson talaði um skýrslur og þakkaði Benda fyrir stutta skýrslu og hnitmiðaða, Pétur Olivar þakkaði fyrir þessa tungumála umræðu.
Næst komu nefndarformenn og byrjaði Eyþór fyrir fræðslunefnd og talaði um þá fræðslu og leiðbeiningar sem farið hafa fram, og jafnframt hvatti til að nota kiwanisnetföng eins og áður hefur komið fram. Jón Ragnar formaður þingnefndar hélt tölu um næsta umdæmisþing sem verður í Reykjanesbæ en það er Keilir og Varða sem sjá um undirbúning. Jóhannes Steingrímsson formaður hjámanefndar tók næstu til mál og sagði frá gangi og undirbúningi nefndarinnar, og m.a er búið að fá fjölda barna sem fá hjálma  í vor en börnin eru 4.300 og síðan verður eithvað bætt við vegna flóttamanna og þeirra  sem þurfa á þessu á þessari þjónustu að halda það kom líka fram að 2o ár eru á næsta ári frá því við fórum að gefa hjálma. Eiður kom næstur fyrir kynningar og markaðsnefnd og sagði frá sýnum hugmyndum og verkefnum sem á að hrinda í framkvæmd. Tómas sagði frá starfi UT nefndar og væntanlegu Jólablaði Kiwanisfrétta. Konný flutti úrdrátt úr skýrslu fjölgunarnefndar og sagði frá uppbyggingu nefndarinnar semsagt frá stjórn og inn í svæðin og klúbbanna. Stefán Brandur kom næstur og sagði frá Office 365 og sínu starfi og lýsti ánægju með hvað félagar taka vel í það að nota Office 365 pakkann og mun þetta hvetja menn til betri starfa. Björn Bergmann talaði næstur fyrir Stefnumótunarnefnd og sagði að ný áætlun væri í smíðum sem þarf að vera einföld í sniðum  og helst vera eins og vinnuhandbók á 4 blaðsíðum. Óskar Guðjónsson talaði næstur  fyrir Styrktarsjóð og vísar Óskar í skýrslu sína en hún er aðgengileg á Office eins og allar skýrslu og þá í Sharepoint.  Óskar talaði um skóverkefnið, Ukraníuverkefnið og Kirkjuverkefnið í Grímsey og sagi að verkefnin standi vel og þakkar klúbbunum fyrir að leggja hönd á plóg. Sigurgeir Aðalgeirsson kom næstu fyrir Tryggingasjóð og sagði frá þeirra starfi og er búið að senda til klúbba félagatal sjóðsins og beðið um leiðréttingar til að halda félagatalinu réttu. Kristinn Örn tók til máls og var með spurningar til Eyþórs um keðjunotkun, og spruningu um Tryggingasjóð um reglugerðir sjóðsins sem þyrftu að vera aðgengilegar fyrir félaga. Benedikt tók til máls um keðjunotkunina. Eyþór talað um hjálma og það sem væri búið að leggja í á 20 árum hjá Eimskipum. Sigurgeir sagði frá upphafinu þegar samið var við Eimskip á sínum tíma en hann lagði þetta fram á sínum tíma sem landsverkefni. Óskar tók til máls undir þessari hjálmaumræðu og sagði að það á að gera hjálmaverkefnin góð skil í KI blaðinu, og er þetta góð auglýsing fyrir okkur út í Kiwanissamfélgið. Að þessaru umræðu lokinni var tekið matarhlé þar sem Ragna bauð uppá yndælis súpu, brauð og annað góðgæti, hún klikkar ekki staðarhaldarinn okkar.
Að loknu matarhléi tók umdæmisstjóri við að afhenda fundarmönnum sín erindisbréf, og því næsti kom Björn Bergmann kom í pontu og sagði frá stefnumótunarhugmyndum og að halda stórann fund og sækja um styrk að utan ,og voru nokkurar umræður um þetta og hugmyndir, en fyrst þarf að skipa nefndina. Næst kom Jóhann í pontu með bráðabyrggðauppgjör K-dags en endalegt uppgjör verður á næsta umdæmisstjórnarfundi.
Önnnur mál voru næst á dagskrá og kom Guðlaugur Kristjansson upp og talaði aðeins um K-dagsframkvæmd, og lagði til að söfnunin yrði að hausti. Eiður kom næstur og talaði fyrir Kynningar og markaðsmál og vill hann fara út um allt land til að kynna Kiwanis. Eiður hélt langa ræðu um sögu Kiwanis og það mikla starf sem fram hefur farið og hvað þetta hefur verið okkur og samfélaginu til framdráttar. Eiður sýndi bækling sem hann hefur látið gera til að kynna Kiwanis og hægt að uppfæra á hvern klúbb fyrir sig. Þetta verður sent á alla forseta og Eiður biður svæðisstjóra um að kynna þetta líka. Steinn kom næstur upp og lagði í púkkið í bundnu máli. Stefán Brandur tók til máls og sagði frá útliti á nýju heimasíðunni sem kemur frá KI. Tómas talaði um heimasíðumálin og sagði frá því sem er í bígerð. Ólafur Hjálmarsson kom og sagði aðeins frá fortíðinni og þegar Kirkjufell var stofnað í Grundafirði 1994. Benetikt kom upp með smá gamanmál. Eyþór sagði að hann væri sammála Guðlaugi að halda K-degi á lofti um ókomna framtíð vera með K-daginn 10 okt sem er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn.
Kynning á Office 365 var nlæst á dagskrá og sá Eyþór Einarsson um þessa kynningu og var farið farið út í hvað er verið að hugsa með þennann hugbúnað, og var þetta síðasta mál á dagskrá áður en fundi var slitið af Umdæmisstjóra.
 
TS.

MYNDIR HÉR