Kiwanishreyfingin styrkir Píetasamtökin !

Kiwanishreyfingin styrkir Píetasamtökin !


Geðverndarmál hafa verið Kiwanisfólki hjartfólgin og hefur hreyfingin verið með landssöfnunina ¨Lykill að lífi¨ á þriggja ára fresti til styrktar geðverndarmálum á Íslandi og var söfnunin í ár í 16 skiptið. Kiwanisfólk vinnur þetta allt í sjálfboðavinnu þannig að söfnunarfé skilar sér best til styrktarverkefna eins og K-lykilinn er, og með dyggum stuðningi landsmanna og fyritækja hefur árangur verið mikill og hefur hreyfingin safnað um 300 miljónum króna til geðverndarmála og einnig verið frumkvöðull að því að opna umræðu í þjóðfélaginu um þennann viðkvæma málaflokk. Söfnunin í ár fór fram daganna 10. til 30. maí og gekk með ágætum og þökkum við

landsmönnum fyrir stuðningin í ár sem ávalt.
Helgina 9 til 11 september s.l hélt Kiwanishreyfingin Umdæmisþing sitt á Selfossi og var þetta 52 þingið og var mikil ánægja hjá þingfulltrúum að komast loks til þings eftir að heimsfaraldurinn sleppti tökunum á slíku samkomuhaldi. 
Einn liður þingsins var að afhenda Píetasamtökunum styrk að upphæð 10 miljónum króna sem er af því söfnunarfé sem inn kom á K-deginum í ár. Stykinn afhentu Pétur Jökull Hákonarsson Umdæmisstjóri umdæmisins Ísland – Færeyar og Tómas Sveinsson frá K-dagsnefnd, það var síðan Sigríður Björk Þormar frá Píetasamtökunum sem veitti styrknum móttöku og þakkaði þingheimi Kiwanis og félögum öllum fyrir góðviljan í þágu samtakanna sem er ómetanlegur og hefur Kiwanis átt góðan þátt í því að koma fótunum undir þessi mikilvægu samtök sem mikil þörf er á í samfélaginu.
Enn og aftur þökkum við landsmönnum og fyrirtækjum fyrir stuðningin og vonandi verður áframhald á slíkum stuðningi því það er svo sannarlega þörf á samtökum eins og Kiwanis í okkar samfélagi, en í dag er það ekki sjálfgefið að fólk gefi sig fram í sjálfboðavinnu en við í Kiwanis getum alltaf bætt við okkur góðu fólki.
 
Tómas Sveinsson K-dagsnefnd.