Ósfélagar afhenda gjafir til leikskóla !

Ósfélagar afhenda gjafir til leikskóla !


Í dag afhentu félagar frá Ós brunabíl og hús til Leikskólans Sjónarhóls á Höfn en leikskólinn er Aukennisverkefni hjá Ós. Nefna má að fyrsta verkefni klúbbsins var að gefa þangað kastala. Maríanna Jónsdóttir leikskólastjóri tók formlega við leiktækjunum og viðstödd voru ýmsir leikskólastarfsmenn og börn á leikskólanum. Vildu börnin helst fara að leika sér en festa þarf leiktækin vel niður áður og mun verkstjóri áhaldhúss og menn hans að gera það. Verður það eflaust strax í næstu viku. Leiktækin eru að andvirði 3,5 milljón og ætlar Ós í tilefni 35 ára afmælis að gefa stórt til samfélagsins. Ýmislegt annað hafa Ósfélagar verið að gefa þar má nefa 500.000 kr til Kiwanis Children Fund barnahjálparsjóð Kiwanis í sérstaka Úkraínusöfnun á vegum þeirra. Þakka má þeim fjölmörgu sem

komu á árlaga Groddaveislu og Páskabingó  hjá Ós. Í síðasta mánuði styrkti þjónustu fatlaða á Höfn með leiktækjum að andvirði 150.000 kr og voru þeir sem eru í dagvist mjög glöð með tækin. Klárað var að afhenda öryggishjálmanna frá Kiwanis og brostu börnin hringinn að fá slíkar gjafir. Félagar í Ós óska öllum Kiwanisfélögum og vinum þeirra gleðilegs sumars. Framundan er sala K-lykla og munu félagar vera þegar farnir að hlakka til að taka þátt í henni. Munum við stefna á í lok maí að halda braggaveislu til þakka félögum og mökum fyrir vel unnin störf á liðnum vetri. Það gefur lífunu gildi að að taka þátt í störfum sem gleðja. Áfram Kiwanis. 


Á myndum eru félagar voru Stefán Brandur forseti Kiwanisklúbbnum Ós, Sigurður Einar ritari, Jón Áki, Diðrik, Álfgeir og Kristjón (Jonni). Á kerrumyndinni eru Jón Áki, Stefán og Róbert.