Umdæmisstjórnarfundur laugardaginn 23 apríl

Umdæmisstjórnarfundur laugardaginn 23 apríl


     Umdæmisstjóri Pétur Jökull setti fundinn kl. 10.35 og bauð alla velkomna til fundarins, bæði þá sem voru á staðnum, og þá sem voru á Teams.  Að því loknu bað Pétur Jökull, Björn Bergmann verðandi kjörumdæmisstjóra um að taka að sér fundarstjórn.       Björn þakkaði traustið og bað þátttakendur í fundinum um að kynna sig, og síðan var komið að skýrslum og reið Umdæmisstjóri á vaðið. Fram kom hjá Pétri að frá síðasta umdæmisstjórnarfundi hafi farið fram hjálmadreifing sem gekk vel að vanda undir styrkri stjórn Ólafs Jónssonar í Kiwanisklúbbnum Drangey og félaga hans í

Hjálmanefndinni.  Undirbúningur K-dagsins gengur vel.  Ýmsar nýjungar verða þar á döfinni.  Einnig er unnið að söfnun til styrktar börnum í Úkraínu og taka allir klúbbar þátt í því.  Umdæmisstjóri og Jóhanna Kjörumdæmisstjóri erum að undirbúa ferð á Evrópuþingið í Vín, m.a. til að styðja við bakið á Gunnsteini Björnssyni sem verður í framboði sem verðandi Evrópuforseti.  Uppstillingarnefnd sem skipuð var á síðasta umdæmisstjórnarfundi, er að vinna í því að finna verðandi kjörumdæmisstjóra.   Umdæmisstjóri hefur heimsótt nokkra klúbba undanfarnar vikur.  Umdæmisritari kom næstur með sína skýrslu og þar á eftir féhirðir Umdæmisins. Eins og ávalt var farið yfir skýrslur Svæðisstjóra og nefndarformanna en þær voru til umræðu eftir matarhlé, og m.a annars fór Diðrik yfir væntanlegt umdæmisþing á Selfossi í september. Farið var aðeins yfir K-dag og tillögu að fjárhagsáætlun 2022-2023 en Kristján Jóhannsson formaður fjárhagsnefndar fór yfir hana, og var síðan samþykkt að leggja hana fyrir þing á Selfossi í september.  Eftir liðinn önnur mál sleit Umdæmisstjóri fundi þegar klúkkan var að halla í 14.00.
Allar skýrslur fundarinns og fundagerð eru á innri vef kiwanis.is og ef einhverjum vantar aðganga þá er bara að hafa samband við vefstjóra.