Fundur með ¨Gleym mér ey ¨

Fundur með ¨Gleym mér ey ¨


Í gær miðvikudag 20. okt. var góður fundur með góða kynningu á samtökunum "Gleym mér ey" sem er styrktarfélag til stuðnings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Það voru Árný Helgadóttir og Pálína Georgsdóttir sem sáu um kynninguna og svöruðu fyrirspurnum um viðkvæmt málefni sem þær ræddu af einlægni. Einnig voru gerstir frá Kiwanisklúbbunum Vörðu í Reykjanesbæ og Sólborgu í Hafnarfirði. Einnig var rætt um undirbúning fyrir 

Villibráðarhátíðina og gengur allur undibúningur vel og stefnir í að uppselt verði. Fjárhagsáætlun Hraunborgar var lögð fram og samþykkt. Hjálmar forseti þakkað fyrir og afhenti fulltrúum Gleym mér ey fána Hraunborgar og einnig forseta Vörðu.

Gylfi Ingvarsson.