Stjórnarskipti í Ægissvæði

Stjórnarskipti í Ægissvæði


Stjórnarskipti í Ægissvæði

Nú hef ég lokið stjórnarskiptum í Ægissvæði og ég verð að segja það hefur verið mjög skemmtilegt og fræðandi hvernig klúbbar skipta mismunandi um stjórnir hjá sér. Á meðan einn klúbbur bíður til veislu með mökum og allir dressa sig upp í sítt fínasta púss, bíður annar klúbbur upp á fund með venjulegu sniði sem er engu að síður mjög hátíðlegur. En svo voru fundir allt þar á milli en það skal lekið fram að allir fundirnir voru mjög skemmtilegir og fóru vel fram. Þar sem fundir voru með venjulegu sniði gafst meiri tími í að ræða Kiwanismál og skiptast á hugmyndum um hvernig starfið á að fara 

fram, en þar sem fundir voru hátíðlegri var meira grínast og gleðin í fyrirrúmi. Í flestum klúbbum eru stjórnarskipti tímamót sem klúbbar nota til þess að líta yfir farinn veg og í sumum tilfellum eru félagar heiðraðir og enn aðrir fá einhverskonar viðurkenningar og vil ég óska þeim sem voru heiðraðir og/eða fengu viðurkenningar hjartanlega til hamingju. Í innsettningarathöfnum er gott að hafa einhvern sér til aðstoðar og ég er svo heppinn að hafa fengið þrjá aðila til þess að aðstoða mig, þá Ólaf Hjálmarsson, Ingólf Ingibergsson og Björn Bergmann Kristinsson og þakka ég þeim kærlega fyrir aðstoðina. Í heimsóknum mínum í klúbbana í svæðinu þá verð ég að segja að það er mikill hugur í svæðinu öllu og ég hlakka til starfsársins með ykkur.


Kær kveðja Eiður Ævarsson Svæðisstjóri Ægissvæðis