Starfið hafið hjá Höfða

Starfið hafið hjá Höfða


Eins og getið er í Félaga-fréttum HÖFÐIngja þá fóru stjórnarskipti okkar fram þann, 18. september s.l.  Mættir voru 16 félagar og gestir voru 15, alls 33 félagar og gestir. Nánar er greint frá stjórnarskiptum í fréttapésa.
 
Fyrsti fundur Höfða á nýbyrjuðu starfsári var haldinn í Kiwanissalnum að Bíldshöfða þann, 7.október s.l.  Fundurinn (524#) hófst á Félagsmálafundi kl.19:00 sem kjörforseti klúbbsins 

Gestur Halldórsson stjórnaði.  Eftir kynningu mætinga, upplestur fundagerða og málefni stjórnar og nefnda var fundi frestað þar sem félagar og gestir fóru í borðhald á Kínverska-restaurantið FÖNIX á neðri hæð hússins þar sem vel var veitt.  Eftir borðhald var framhaldinn fundadagskrá með að settur var Framhalds-Aðalfundur sem f.f. forseti Guðmundur Stefán Sigmundsson fór með fundarstjórn, enn málefni Framhalds-Aðalfundar var að féfirðir klúbbsins Brynjólfur Gíslason lagði fram til samþykktar reikninga klúbbsins, þá var fjárhagsáætlun lögð fram og samþykkt ásamt félagsgjöldum óbreyttum. Eftir Framhalds-Aðalfund var 524# fundur framhaldið með hefðbundinni dagskrá.  Mættir voru 12 félagar og einn gestur, 8 höfðu boðað forföll.  Á fundunum tóku margir til máls enda verið að leggja línurnar fyrir komandi starfsár.  Starf okkar er í nokkuð föstum skorðum og fjárhagur í góðu lagi.  Starfið fram undan í vetur er allt mótað fyrir fram samkvæmt dagskrá og er mikill hugur í félögum að starfa og vinna vel að framgangi klúbbsins.
 
Gestur Halldórsson kjör-forseti Höfða.

Félagafréttir má nálgast Hér