Básafélagar með grill á aðalfundi sínum !

Básafélagar með grill á aðalfundi sínum !


Kiwanisklúbburinn Básar á Ísafirði hélt sinn aðalfund fimmtudaginn 20 maí og var mæting góð og þar á meðal tveir gestir, Tómas Sveinsson f.v Umdæmisstjóri og Kristjana f.v félagi í Básum. Gunnlaugur forseti setti fund og fór í venjuleg fundarstörf áður en tekið var matarhlé. Í boði var stórveisla, handeruð af Básafélögum, grillað lambakjöt með öllu tilheyrandi og síðan dýrindis eftirréttur, kókos- bláberjakaka borin fram heit og með vanilluís og kaffi, já þeir kunna þetta strákarnir fyrir vestan. Að loknu matarhléi bauð 

Gunnlaugur Tómas að koma í pontu og var farið yfir það helsta sem verið er að gera í umdæminu og að loknu erindi Tómasar kallaði hann upp forseta og ritara starfsárið 2019 – 2020 og var þeim ásamt Kiwanisklúbbnum Básum veittar viðurkenningar fyrir að vera fyrirmyndarklúbbur Kiwanis International á því starfsári. Að þessu loknu komu menn í pontu og ræddu málin og einnig var farið með gamanmál  og sagðar sögur. Þetta var hin skemmtilegasti fundur, frábær matur og móttökur sem undirritaður fékk hjá þeim Básafélögum, og er ávalt yndislegt að heimsækja svona klúbba úti á landsbyggðinni sem og annarstaðar til að efla Kiwanis andann.

TS.