Upplýsingabréf formanns Hjálmanefndar 28. Mars 2020

Upplýsingabréf formanns Hjálmanefndar 28. Mars 2020


Heil og sæl öllsömul.

Mig langar að segja ykkur frá stöðu mála eins og málin standa nú á þessum sérstöku tímum.
Ég hef verið í góðu sambandi við Erlu hjá Eimskip og erum við sammála að taka stöðuna aftur þann 14. Apríl. 
Hjálmarnir eru komnir til landsins og búið að tollafgreiða gáminn. Staðan í Vöruhóteli Eimskips er þannig að þar er búið að skipta niður vinnuafli og vinnur 1/3 hverju sinni. Ekki er unnt að byrja á útsendingu hjálmanna og eins það að vegna samkomubanns verður ekki hægt að sinna afhendingu á þann hátt er við höfum gert eða í skólum þar sem

víða er mjög skert skólahald. Ég held að rétta staða okkar sé sú að halda að okkur höndum allavegana fram yfir miðjan Apríl og verða þá í bandi. Það berast til mín fyrirspurnir frá klúbbum á landsbyggðinni um stöðu mála og allir eru sammála um að vegna stöðunnar sé rétt að bíða og sjá til.
Ég vil einnig geta þess að búið er að redda hjálmamálinu til Gimli í Canada og munu þegar til kemur fara 8 kassar af hjálmum þangað eða 94 hjálmar og ætlar Icelandair að flytja hjálmana fyrir okkur frítt til Winnipeg en það er 93 km frá þar sem Sam ( trustee hans Tomma ) og Terry búa og ætla þau að ná í kassana þangað. Það var afar ánægjulegt að eiga samtal við forstjóra Icelandair Cargo sem þurfti ekki að hugsa sig um heldur sagði bara,,, Við sjáum um þetta fyrir ykkur ´´´´ 😊

Kæru félagar pössum okkur og fjölskyldur okkar

Kiwaniskveðja
Ólafur Jónsson
Formaður hjálmanefndar