Síldarfundur Skjaldar

Síldarfundur Skjaldar


Síldarfundur Skjaldar var haldinn á Síldarminjasafninu á Siglufirði laugardaginn 27 apríl að viðstöddu fjölmenner en 130 til 140 manns sóttu fundinn. Húsið opnaði kl 19.00 og um klukkustund síðar hófst dagskrá á venjulegum fundarstörfu undir dyggri stjórn Guðmundar Skarphéðinssonar forseta Skjaldar og síða var matarhlé þar sem boðið var uppá mikið úrval síldarrétta, plokkfisk og annað góðgæti en klúbburinn hefur frábæra kokka í sínum röðum. Þá tók ræðumaður kvöldsins við en það var enginn annar en Gísli Einarsson sá landsþekkti sjónvarpsmaður og lífskúnster og fór kappinn hreinlega á kostum þannið að salurinn veltist um af hlátri. Hljómsveit var á staðnum með Ómar Hauksson Svæðisstjóra og Skjaldarfélaga í broddi fylkingar og lék létt lög bæði fyrir og eftir borðhald. Þessi fundur er

mikil skemmtun og það verður engin svikinn af því að bregða sér á Siglufjörð og taka þátt í þessu með Skjaldarfélögum. Umhverfið hið glæsilegasta ásamt allri umgjörð og þegar fundi var slitið í Síldarminjasafninu var opið hús fram eftir nóttu í Kiwanishúsinu við Aðalgötu.
Kærar þakkir fyrir okkur Skjaldarfélagar !

TS.

MYNDIR HÉR