Fræðsla embættismanna í Óðinssvæði.

Fræðsla embættismanna í Óðinssvæði.Fræðsla embættismanna í Óðinssvæði fór fram að loknum Svæðisráðsfundi í svæðinu á Siglufirði laugardaginn 27 apríl og hófst hún kl 14.00. Dröfn Sveinsdóttir fræðslustjóri setti fræðsluna og gaf síðan Tómasi Sveinssyni Umdæmisstjóra 2019-2020 orðið. Tómas fór yfir kjörorð sitt, markmið og helstu áherslur síns starfsárs og gaf síðan Dröfn aftur orðið. Dröfn fór því næst í forsetafræðsluna og fór ýtarlega yfir efnið og notaði glærur sér til stuðnings og voru fulltúrar áhugasamir um efnið og spurður spurninga jafn óðum í erindi Drafnar. Því næst kom Svavar Svavarsson Umdæmisféhirðir upp og fór yfir helstu áherslur í starfi féhirða, dagsetningar gjalda og þessháttar sem við kemur þeirra starfi og þarf að vera á hreinu, og Sigurður Einar verðandi Umdæmisritari fór

síðan í að fræða ritara okkur og þá sérstakelga kennslu í skýrslum sem gerðar eru á gagnagrunni KI sem mikið hefur verið kallað eftir af félögum í hreyfingunni. 
Fræðslunni lauk síðan með lokaorðum Tómasar um kl 15.30 en kl 16.00 var boðið uppá gönguferð um bæinn undir dyggri leiðsögn Ómars Svæðisstjóra Óðinnssvæðis.
Ég vil koma á framfæri þakklæti til félaga í ÓðinssvæðiÉR og Skjaldarfélögum fyrir góða þáttöku og fábærar móttökur á Siglufirði.

TS.

MYNDIR HÉR