Svæðisráðstefna í Óðinssvæði

Svæðisráðstefna í Óðinssvæði


Í morgun laugardaginn 27 apríl var haldin Svæðistáðstefna í Óðinssvæði og hófst fundurinn stundvíslega kl 10.00. Ómar Hauksson Svæðisstjóri setti fundinn og fór síðan yfir starfið hjá sér á unanförnum misserum eða frá síðustu Svæðisráðstefnu, en mikið starf hefur verðið unnið í svæðinu frá þeim tíma m.a febrúarverkefnið sem er athyglisvert til að gera Kiwanis meira sýnilegra . Að loknu erindi Ómars fluttu forsetar klúbbana í svæðinu sínar skýrslur og síðan boðið upp á umræður sem voru þó nokkurar. Kjörumdæmisstjóri og fræðslunefnd sátu fundinn og voru mætt norður til að vera með fræðslu í svæðinu sem átti að hefjast kl 14.00 og ávarpaði Tómas fundinn og fór aðeins í þar sem er að gerast í starfinu um þessar mundir. Það er greinilegt að klúbbar eru að gera vel í Óðinssvæði. Svæðisstjóri kynnti væntanlega Sumarhátíð í svæðinu sem

fram fer á Sigulufirði seinni partinn í júní, og til leiks var kynntur kjör - kjör Svæðisstjóri 2020 - 2021 en hún kemur frá Kiwanisklúbbnum Freyjum á Sauðárkróki. Svæðisstjóri 2019 - 2020 Jóhannes Steingrímsson var staðfestur sem Svæðisstjóri næsta starfsárs með lófataki fundarins. 
Undir liðnum önnur mál komu nokkur góð erindi og umræður og að þeim loknum sleit Svæðisstjóri fundir um 13.30 og fræðslunefnd undirbjó sína fræðslu  sem hefjast á kl 14.00
Þess ber að geta í framhaldi að Síldarfundur Skjaldar verður haldinn í kvöld í Síldarminjasafninu og síðan veður opið hús í Kiwanishúsinu við Aðalgötu.


Myndir HÉR