Páskabingó Sólborgar !

Páskabingó Sólborgar !


Laugardaginn 13.apríl var Kiwanisklúbburinn Sólborg með Páskabingó.
Bingóið var haldið að Helluhrauni 22, góð mæting var og gestir á öllum aldri.
Spilaðar voru 10 umferðir með kaffipásu um miðbik.
Viljum við þakka öllum þeim sem mættu fyrir stuðninginn en allur ágóði rennur í styrktarsjóð klúbbins sem verður 25 ára þann 5.maí þá mun koma í ljós hvert ágóðinn fer, vinna er í fullum gangi við það verkefni.
Einnig viljum við þakka

Góu, Vífilfelli, Húsasmiðjunni, Rými og öðrum velunnurum fyrir stuðningnn en þessir aðilar gáfu alla vinninga.

Með Kiwaniskveðju og þakklæti í hjarta.
Dröfn Sveinsdóttir ritari 
og Bingónefndin.
.

Sigurvegarar og starfsmenn.