Fræðsla embættismanna í Færeyjum

Fræðsla embættismanna í Færeyjum


Fræðsla í Færeyjum hófst laugardaginn 6 apríl kl 10.30 í Slökkviliðsstöðinni í Thorshavn. Dröfn Sveinsdóttir Fræðslustjóri setti fræðsluna og gaf síðan Tómasi Sveinssyni umdæmisstjóra 2019-2020 orðið og fór Tómas með sitt ávarp á Færeysku og sagði frá sínum árherlsum og kjörorði starfsársins.  Dröfn hóf síðan fræðsluna og var byrjað á forsetafræðslunni. Um hálf tólfleytið tók Stefán Brandur Jónsson við og fór yfir fræðsluefni fyrir ritara klúbbana. Stefán tók góðann tíma í að fara í skýrslulgerð á gagnagrunni með embættismönnunum, ásamt öðru ritaratengdu efni. Matarhlé var tekið um eittleytið og að því loknu tók

Svavar Svavarsson umdæmisféhiðir við keflinu með fræðslu kassameistara, og fór yfir fjármál og gjöld og allt það sem viðkemur starfi kassameistara. Að loknu erindi Svavar flutti Tómas lokaorð og sleit þessari fræðslu kl.13.30, en Svæðisráðsfundur í Færeyjasvæði var á dagskrá kl 14.00 Þessi fræðsla var vel heppnuð og góð mæting þegar líða fór á.