Lambaréttadagur Heklu !

Lambaréttadagur Heklu !


Lambaréttadagur Heklu verður haldinn föstudaginn 19 október í sal Drúída Þangarbakka 3 (Mjóddin) og opnar húsið kl 19.00
Á Lambaréttadegi Kiwanisklúbbsins Heklu, höfum við með ykkar hjálp aflað fjár til styrktar góðum málefnum. Meðal þeirra sem við höfum lagt lið eru Reykjadalur dvalarstaður fyrir fatlaða Íþróttasamband fatlaðra Bergmál, Ljósið, Hrafnista, Langveik börn, ABC barnahjálp og samtök krabbameinssjúkra barna. 
Einnig höfum við lagt til fé til að styrkja starf í þágu barna og unglinga. Ágóði þessa kvölds mun fara í áframhald þeirra góðu verkefna sem klúbburinn hefur unnið að á undanförnum árum. Von okkar er að við getum haldið áfram að styrkja þessi samtök og önnur í 

mikilvægu starfi þeirra. 
ALLT MEÐ YKKAR HJÁLP 

Dagskrá Húsið opnar kl. 19

 

Veislustjóri 
Ásmundur Friðriksson alþingismaður 

Ræðumaður 
Guðmundur Andri Thorsson alþingismaður 

Skemmtiatriði 
Jóhannes Kristjánsson eftirherma
 
Listmunauppboð 
Magnús Axelsson fasteignasali 

Happdrætti 

Lambahlaðborð 


Forréttir 
Sviðasulta-Lifrarpylsa Tapas brauðsnittur með gröfnu lambi Tapas brauðsnittur með kindakæfu 
Melóna með hráu hangikjöti 
Kjötsúpa með nýbökuðu brauði 


Aðalréttir 
Villikryddað lambalæri Steikt lambalifur með baconi og lauk Ítalskur pottréttur með lambahjörtum, basil og tómötum 
Saltkjöt á baunamauki Kótilettur í raspi Steiktar litlar lambakjötbollur í bláberjasósu Hangikjöt 
Meðlæti 
Sykurbrúnaðar kartöflur Steikt grænmeti Grænar baunir- Rauðkál Villisveppasósa og 
annað tilheyrandi meðlæti 


Sérstakur dagur sem hefur vakið athygli fyrir að vera frábær 
Miðaverð Kr. 9000 

prentvæn útgáfa HÉR