Umdæmisstjórnarfundur 18 nóvember.

Umdæmisstjórnarfundur 18 nóvember.


Í gær var haldinn Umdæmisstjórnarfundur á Bíldshöfða 12 í Reykjavík og sá fyrsti í fullri lengd hjá nýrri Umdæmisstjórn. Konráð Umdæmsistjóri setti fund stundvíslega kl 10.00 og bað fundarmenn um að kynna sig þar sem þetta væri nánast fyrsti fundur, og síðan var tekið til við skýrsluflutning og umræður um þær, en allar skýrslur ásamt fundagerð munu birtast hér á kiwanis.is þegar allar athugasemdir ef einhverjar eru eru komnar fram og búið að samþykkja þær. Margt gott kom fram í skýrslum og greinilegt að mikil bjartsýni ríkir í Umdæmisstjórn sem vonandi verður hægt að breiða út í klúbbanna. Miklar vonir eru bundnar við Formúluverkefnið og er allt á góðri leið með að skipa tengliði í klúbbunum en fyrirhuguð ráðstefna sem um var rætt á þinginu hefur verið ákveðin 27.janúar 2018. Þessi Umdæmisstjórn er byrjuð að vinna eftir nýrri stefnumótun sem var líka kynnt á þinginu og má nálgast hér á kiwanis.is og er það vel að unnið er eftir sama plani næstu umdæmisstjórnir en samt þarf að fylgja plagginu eftir og endurskoða til að sjá hvort einhverjar breytingar eru í gangi sem þarf að uppfæra. Það var mál manna að skýrsluskil væru góðar og innihaldsríkar. Fram kom á fundinum að styrktarsjóður okkar er kominn á beinu brautina og 

sala af lagir aukist og ber það að þakka nýju merki Umdæmisins sem er komið á ýmsan varning sem kominn er í sölu, Sigurður Pétursson formaður sjóðsins þakkaði í framhaldi Konráði Umdæmisstjóra og Birni Svæðisstjóra Ægissvæði fyrir hlaup þeirra í lok sumars en áheit skiluðu 300 þúsund í styrktarsjóðinn, frábært framtak það. Eftir matarhlé voru teknar fyrir skýrslur nefndarformanna og umræður um þær.
Konráð Umdæmisstjóri kynnti Evrópuverkefni Kiwanis sem nefnist “Happy Child” og má nálgast kynningu á því HÉR. Eyþór K.Einarsson kjörumdæmisstjóri fór yfir stöðu Stífkrampaverkefnisins og kom þar fram að framlag okkar Umdæmis hafi bjargað 88 þúsund manns. Fráfarandi Umdæmisstjóri Haukur Sveinbjörnsson kom upp og kynnti vesti sem er líkt því og vegavinnuflokkar nota en þetta er norsk hugmynd og er vestin ætlað að gera okkur Kiwanismenn og konur sýnilegri þegar við erum að starfa fyrir hreyfinguna svo sem við Hjálmaafhendingu og fjáraflanir, hreint út sagt frábær hugmynd og má sjá Hauk í þessu vesti hér á myndunum sem fylgja fréttinni. Gert er ráð fyrir að svona vesti muni kosta um 1500 kr. Hvíta bókin okkar er kominn út og fóru Svæðisstjórar með hana af fundinum og munu koma henni í dreifingu í klúbbana. 
Eftir góðann og árangursríkan fund og fínar umræður sleit Umdæmisstjóri fundi þegar klukkan var langt gengin í þrjú.

TS.

Fleiri myndir má nálgast HÉR