Heimsókn heimsforseta

Heimsókn heimsforseta

  • 22.10.2008

Heimsforseti Don Canaday mun heimsækja  Ísland dagana 27. og 28. október næstkomandi og halda tvo fundi með  okkur Kiwanisfélögum og fjalla um fjölgunarmál.
Fyrri fundurinn verður á Akureyri  mánudaginn 27. október  í Kiwanissalnum Sunnuhlíð 12
Seinni fundurinn verður í Hlégarði, Mosfellsbæ þriðjudaginn 28.október
Báðir fundirnir byrja á því að matur er með heimsforseta  kl. 18:30 - 19:30 og geta þeir félagar sem þess óska borðað með heimsforseta, en tikynna þarf þátttöku   í matinn til umdæmisritara fyrir föstudaginn 24. okt.  Að sjálfsögðu geta félagar einnig komið beint á fundinn sem hefst strax að mat loknum kl. 19:30
Verð fyrir matinn á Akureyri er ekki komið, en í matinn í Hlégarði kostar 2.500 kr, en innifalið í því er forréttur, aðalréttur og kaffi.
Fundirnir eru öllum félögum opnir og eru klúbbar hvattir til að senda fulltrúa  til þess að hlusta á mjög áhugverðan fyrirlestur um fjölgun, eitthvað sem við ættum öll að  hafa áhuga á.
Vonandi sjá flestir sér fært  á að mæta