Þriðji ættliður

Þriðji ættliður

  • 23.02.2008

Það hefur verið mikill kraftur í Helgafelli það sem af er starfsári og hefur þetta vakið áhuga ungra manna á Kiwanisstarfinu og hafa ungir menn verið að sækja um kúbbaðild hjá okkur upp á síðkastið.
Nú þegar þetta er ritað er búið að samþykkja 5 nýja félaga sem eru komnir í aðlögun og tvær umsóknir hafa borist inn á borð stjórnar í viðbót. Einn af þessum nýju mönnum er Jóhann Guðmundsson og það er ánægulegt að fá hann eins og aðra nýja menn en það sem er sérstakt við hanns umsókn að nú eru þrír ættliðir félaga starfandi í klúbbnum þar sem bæði faðir hans Guðmundur Jóhannsson og Jóhann Ólafsson afi hanns eru starfandi félagar í Helgafelli.