Fréttir af heimsþingi í San Antonio.

Fréttir af heimsþingi í San Antonio.

  • 11.08.2007

Sunnudaginn 1. júlí héldu Andrés umdæmisstjóri og Gylfi kjörumdæmisstjóri ásamt eiginkonum og dætrum á heimsþing í  San Antonio.  Flogið var fyrst til Boston  og þaðan til Dallas í Texas sem er 4 klst. flug.  Þegar lent var í Dallas  fékkst ekkert hlið fyrir flugvélina og þurftum við að bíða 2 klst í flugvélinni  á flugbrautinni og þar af leiðandi búin að missa  af flugvélinni  til San Antonio.  Hófst nú ferðalag um flugstöðina í Dallas hvort við kæmumst með þessari vél eða hinni.   Á leiðarenda komumst við loks  eftir 24 klst. ferðalag en þegar þangað kom vantaði  Gylfa og fjölskyldu  1 tösku en Andrés og fjölskyldu allar sínar.

Næstu daga voru fundahöld hjá Andrési og Gylfa bæði á þinginu og með sínum umdæmisstjórum. Það er siður á heimsþingi að heimsforseti og viðtakandi heimsforseti bjóða sínum umdæmisstjórum til veislu og var það einnig svo nú. 

Núverndi umdæmisstjórar fóru í heimsókn á heimili fyrir munaðarlaus börn með sérþarfir en þar er einnig rekin dagvistun.  Var það  mjög gefandi að fara þangað og leika við börnin. Þetta heimili er starfrækt undir verndarvæng Kiwanisklúbbsins Alamo í San Antonio.  Nelson Tucker afþakkaði allar gjafir en þess í stað var ákveðið að hver umdæmisstjóri gæfi ákveðna upphæð sem rynni til heimilisins í hans nafni.

Kjör-kjör-heimsforseti var valinn  Paul Palazzolo frá Illinois í Bandaríkjunum, nýr fulltrúi Evrópu í heimsstjórn er Peter Wullenweber,  núverandi umdæmisstjóri í Þýskalandi.

Heimsþing er mjög frábrugðið okkar þingi þar sem bæði setning  og slit eru mjög mikið "amerískt show", td. var setningin í anda Jay Lenno þáttana.  Næsta heimsþing verður i Orlando 26.  - 29. júní 2008  og er það mjög spennandi kostur fyrir kiwanisfélaga að fara þangað þar sem flogið er þangað beint.

                                                            Andrés K. Hjaltason  umdæmisstjóri