Frá Hjálmanefnd !

Frá Hjálmanefnd !


Gleðilegt ár kæru félagar fjær og nær.

 

Nú hefur verið gerð endanleg pöntun á hjálmum til Eimskip.

Fjöldi einstaklinga í 1 bekk þetta árið eru 4.861.- og tókst nú skömmu eftir áramót að fá inn síðustu tölur.

Mikið er kvartað yfir því að tölvupóstum er ekki svarað og þó svo þeir séu ítrekaðir, á það við jafnt um fulltrúa kiwanisklúbba og þó einkum stjórnendur skólanna.

Þetta er eitt að okkar mikilvægustu verkefnum sem hreifing á Íslandi og því mikill akkur fyrir okkur að standa vel að því.

Nú mun fljótlega fara í hönd kynning á verkefninu og er það vilji hjá Eimskip að slíkt verði gert í samvinnu við fjölmiðla og

markaðsnefnd hreifingarinnar.

Hjálmar eiga svo að vera komnir til viðtakenda eigi síðar en 15 apríl.

Nokkrir klúbbar í Reykjavík viilja ná í sína hjálma og er það skýr regla í ár að hver klúbbur taki þá það magn er hann pantaði í einni og sömu ferðinni.

Þakka ég meðnefndarafélögum mínum fyrir vel unni verk og fengum við hrós frá Eimskip fyrir vel unnið og skilmerkilegt plagg með pöntuninni.

Svo er eftir að skipuleggja afhendingu hjá hverjum klúbbi fyrir sig og vona ég að þau mál gangi sem fyrr frábærlega.

 

Með Kiwaniskveðju

Ólafur Jónsson

Formaður hjálmanefndar

starfsárið 2015 - 2016