Stjórnarskipti hjá Helgafelli !

Stjórnarskipti hjá Helgafelli !


Laugardaginn 3 október fóru fram stjórnarskipti í Helgafelli á þessum undarlegur tímum, en vaninn er að hafa stjórnarskipti og Árshátið með mökum þar sem boðið er upp á veslu og dansleik á eftir, en sú var ekki raunin í þetta skiptið vegna Covid-19. Þess í stað var boðað til sérstaks stjórnarskiptafundar sem hófst kl 17.00, með því að forseti Sigvarð Anton setti fundinn og bauð alla velkomna og þá sérstakelga Hrafn Sveinbjörnsson Svæðisstjóra Sögusvæðis ásamt eiginkonu og Hjört Þórarinsson sem aðstoðaði Hrafn við 

stjórnarskipti í bundnu máli. Forseti kallaði síðan Tómas Sveinsson fráfarandi Umdæmisstjóra upp  og var tilefnið að heiðra Tómas með Hickson orðu fyrir vel unnin störf í þágu klúbbs og umdæmisins, og hélt Tómas smá tölu og þakkaði klúbbnum stuðninginn og þennan heiður sem honum var sýndur með orðuveitingunni.
Að þessum lið loknum tóku þeir félagar við Hrafn og Hjörtur til að skipta um stjórn með diggri aðstoð Ólafs Friðrikssonar fráfarandi Svæðisstjóra Sögusvæðis, en nýja stjórn Helgafells skipa:
Forseti Haraldur Bergvinsson 
Kjörforseti er ekki kominn á skrá enn verið er að vinna í málinu.
Fráfarandi forseti Sigvarð Anton Sigurðsson
Ritari: Sigurjón Örn Lárusson
Féhirðir: Valur Smári Heimisson
Gjaldkeri: Kári Hrafnkelsson
Erlendur ritari: Birgir Sveinsson
Að loknum stjórnarskiptum bauð Klúbburinn uppá léttar veitingar, m.a pinnamat frá Veisluþjónustu Einsa Kalda og var honum gerð góð skil. Vel var passað uppá fjarlægðar mörk og sótvarnir hjá stjórn klúbbsins, allt til fyrirmyndar hjá okkar mönnum.