Kiwanisklúbburinn Búrfell 50 ára !

Kiwanisklúbburinn Búrfell 50 ára !


Kiwanisklúbburinn Búrfell er 50 ára í dag en hann var stofnaður 30 september 1970. Búrfell er öflugur klúbbur með frábæra og eljusama félaga sem starfa af miklum krafti við það að láta gott af sér leiða eins og góðum klúbbi sæmir, Innilegar hamingjuóskir á þessum merku tímamótum.
Kiwanisklúbburinn Búrfell á Selfossi hefur starfað mikið fyrir samfélagið og sérstaklega fyrir börnin allt frá stofnun hans 1970. 
Mikil samfélagsþróun hefur mótað störf klúbbanna á þessum árum. Fyrstu áratugina voru eingöngu karlmenn sem sóttu í þetta félagsform, en sem betur fer eru konur farnar að koma inn og taka þar til óspiltra málanna Vaxtarbroddur hreyfingarinnar er meðal áhugasamra kvenna í samfélaginu. Það væri verðugt verkefni og huglægt viðfangsefni kvenna á öllum aldri að kynna sér markmið kiwanis hreyfingarinnar og störf þeirra 
sem hafa helgað sig þessu 

starfi í íslensku samfélagi.
 
Í stuttu máli er fyrsta markmið klúbbsins eftirfarandi: 
Átak upp skal lýst, 
um það málið snýst. 
Börnin fyrst og fremst 
framar ekkert kemst. 

Hlífðarhjálmar til allra 7 ára barna. Kiwanisklúbbarnir á Íslandi hafa í 
áratugi annast um útvegun og dreifingu hlífðarhjálma til 7 ára barna. Við í Búrfelli á Selfossi tókum þetta verkefni að okkur 1997 og höfum annast það síðan á okkar félagssvæði í 20 ár. Fyrstu 7 árin öfluðum við fjár til þessa verkefnis, en samstarf við Eimskip hófst 2004 og náði það til allra 7 ára barna á landinu. Þetta er óskaverkefni okkar. Í upphafi var Eimskipafélag Íslands „óskabarn þjóðarinnar“ en nú hefur Eimskip í samvinnu við kiwanishreyfinguna gert þetta verkefni að „óskabarni“ sínu. Öll 7 ára börnin eru ́“óskabörnin okkar“ Hjálmur þétt um höfuðið höggum á að varna. 
Eimskip veitir verðmætt lið að verjast slysum barna. 
Litlu iðnaðarmennirnir okkar 
Leikskólinn Jötunheimar sendi okkur beiðni varðandi handverkfæri við föndur og trésmíði. Við söfnuðum saman ýmsum handverkfærum og sendum þeim. Það á eftir að koma í ljós hve mörg barnanna eru að hefja iðnnámið sitt þarna. En mjór er mikill vísir. Það verður gaman að fylgjast með þessari iðnnáms tilraun. 
K- dagurinn. Fyrir BUGL og PÍETA 
K-dagurinn hefur verið haldinn þriðja eða fjórða hvert ár síðan 1974 Þar hefur farið fram landssöfnun til hjálpar geðfötluðum einstaklingum. 
Ég man eftir þakkarræðu Helga Tómassonar læknis það ár, er honum var tilkynnt söfnunarátakið. Hann sagði að mikils virði væru góðar gjafir, en miklu meira virði væri 
sú umræða sem fram hefði farið og dregið úr og/eða stöðvað þann feluleik sem viðgengist gagnvart „dökku börnunum hennar Evu“ Kærlegar þakkir vil kynna kiwanis félaga minna. 
Því lykilinn góða ljúft var að bjóða og alúð frá öllum að finna. 
Styrkþegar eru BUGL Barna og unglinga geðdeild Landspítalans og PIETA Ísland Nýtt úrræði í sjálfsvígsforvörnum. 
Krabbameinsvarnirnar. 
Karlmenn og krabbamein nefndist málþing sem Krabbameinsfélag Árnessýslu og Búrfell héldu. fyrir nokkru síðan Boðaðir 
voru karlmenn 40 og eldri í Árnessýslu á þennan fræðslu- og kynningarfund, Fjallað var um krabbamein í blöðruhálskirtli út frá mismunandi sjónarhornum. 
Styrkur til klúbbsins Stróks 
Búrfell hefur síðustu árin verið með Skötu- og saltfisksveislu rétt fyrir jólin. Veislan er haldin til fjáröflunar fyrir klúbbinn Strók á Suðurlandi, sem veitir stuðning og hefur vinnustofu fyrir geðfatlaða einstaklinga Glaðir í salinn sestir sólgnir í skötuna flestir. 
Með fnykilm af fiski og flotið á diski sanna það saddir gestir 
Umhverfið 
Blað kiwanismanna á Suðurlandi til hvatningar í umhverfisvernd, hreinsun umhverfis og snyrtingar. Ritstjóri Hjörtur Þórarinsson 
Útgefandi: Kiwanisklúbburinn Búrfell Selfossi. Fyrsta tölublað júní 1979. Síðan eitt blað á hverju ári. Í þrjú ár féll útgáfan niður. 
Síðasta blað 2014 
Efnistök: Í hverju blaði voru annars vegar fréttir af starfsemi klúbbanna á Suðurlandi og hins vegar verkefni sem tengdust umhverfismálum Blaðinu var dreift flest árin inn á hvert heimili í Suðurlandskjördæmi,. 7000 eintök. Annáll klúbbanna var í blaðinu og almenningi var greint frá hvernig hinu frjálsa framlagi og söfnunarfé var ráðstafað. Klúbburinn hlaut umhverfisverðlaun Sveitarfélgsins Árborgar 2003 Eftirfarandi úrtak úr blöðunum lýsir viðhorfi okkar í stuttu máli: 
eykur vorn önnumst hvern 
Nemum brott náttúruspjöllin, verndum og gróður. 
nýgræðing 

Úrdráttur úr gein eftir Hjört Þórarinsson