Sumarhátíð Óðinssvæðis !

Sumarhátíð Óðinssvæðis !


Við hjónin ásamt Tómasi yngri lögðum land undir fót um síðustu mánaðarmót og var förinni heitið norður í Eyjafjörð nánar tiltekið Ártún í Grýtubakkahreppi, og var tilefnið að taka þátt í Sumarhátíð svæðisins. Þarna var tekið á móti okkur af miklum vinskap og hlýlegheitum og manni leið eins og maður væri félagi í þessu svæði, opinn og skemmtilegur hópur þarna saman kominn. Jóhannes Steingrímsson svæðisstjóri setti hátíðina og bauð alla velkomna og að því loknu var tekið til við skemmtidagskrá og var nóg til skemmtunar á svæðinu. Á laugardagskvöldinu sáu félagar síðan um að grilla og var slegið upp frábærri veislu í gamalli hlöðu á svæðinu og var engin svikinn af þeim herlegheitum. Þetta var 

hreint út sagt frábær helgi með góðum félögum og væri óskandi að slíkar sumarhátíðir væru ávalt í öllum svæðum til að þjappa saman mannskapnum. Ég gerði myndband um þessa hátíð sem fylgir hér með og vonandi hafið þið gaman af því og farið í að skipuleggja slíka hátíðir um allt land í nafni Kiwanis. Við hjónin og Tómas yngri þökkum kærlega fyrir okkur og munum við klárlega væla út að fá að mæta að ári.

Tómas Sveinsson
Umdæmisstjóri 

MYNDBAND HÉR