Skemmtifundur Mosfells !

Skemmtifundur Mosfells !


Undanfarin ár höfum við í Kiwanisklúbbnum Mosfelli haldið skemmtifund þegar daginn er farið að lengja, þar sem við höfum fengið skemmtikraft til að troða upp í stað ræðumanns. Í fyrra var það Jóhannes Kristjánsson, þar áður Guðni Ágústsson. Þetta hefur vakið góða lukku enda fjölmennir fundir, 75 Kiwanisfélagar mættu í fyrra. 
Núna bjóðum við enn og aftur  öllum Kiwanisklúbbum á sv horninu (í landnámi Ingólfs þ.e. vestan Ölfusár og 

sunnan Hvalfjarðar og Akranes að auki.) á fund til okkar fimmtudaginn 19. mars n.k. í Hlégarði. Fundurinn hefst kl. 19:30.  Skemmtikraftar að þessu sinni verða tvær konur úr uppistands hópnum “Bara góðar“ sem hafa gert mikla lukku. Kalla þær sig „Tvær góðar.“ Þetta er matarfundur, boðið verður  uppá lambalæri og meðlæti. Kostar kr. 4.500 á mann. 
Að sjálfsögðu eru allir Kiwanisfélagar utan sv. hornsins velkomnir, ef þeir eru á ferðinni fyrir sunnan.
Væri gott að fá að vita fljótlega með að þiggja boðið. Þurfum að vita nákvæman fjölda frá ykkur með viku fyrirvara.


Sigurður Skarphéðinsson
Féhirðir Mosfells