Heimsókn í 50 ára afmæli Þyrils !

Heimsókn í 50 ára afmæli Þyrils !


Ég undirritaður ásamt Pétri Jökli Hákonarsyni verðandi kjörumdæmisstjóra brugðum okkur uppá Akranes á sunnudaginn, en tilefnið var að heimsækja Þyrilsmenn sem voru með afmælisfund í tilefni 50 ára afmæli klúbbsins. Þetta var 831 fundur hjá þeim sem var almennur og afmælisfundur en Kiwanisklúbburinn Þyrill var stofnaður 26.01.1970. Um 50 manns mættu og áttu ánægjulega stund saman yfir léttu spjalli og góðum veitingum.
Klúbburinn veitti þeim 6 stofnfélögum sem enn eru í klúbbnum viðurkenningu, en stofnfélagar voru í 

upphafi 30. Geta má þess, að um síðustu áramót voru félagar 30, en alls hafa verið virkjuð 113 númer frá upphafi. Í tilefni dagsins  veittu Þyrilsmenn,HHV Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, styrk að upphæð 1.620.000, kr. til kaupa á þrem nútíma sjúkrarúmum fyrir HVE á Akranesi. Áður höfðu þeir fjármagnað kaup á einu. Þessi samtök safna fyrir kaupum á 27 svona rúmum, og sagði Steinunn Sigurðardóttir formaður samtakanna, að með þessu framlagi Þyrilsmanna, að kaup á þessum 27 rúmum væri í höfn. Við Pétur færðum Klúbbnum afmælisgjöf frá Kiwanisumdæminu Ísland-Færeyjar, og voru félagar frá öðrum klúbbum sem færðu Þyrilsmönnum gjafi. Við Pétur viljum þakka Þyrilsmönnum fyrir frábærar móttökur og öflugt starf í gegnum tíðina og vonandi má klúbburinn vaxa og dafna í framtíðinni.

Tómas Sveinsson Umdæmisstjóri