Fréttir af Kiwanisklúbbnum Heklu.

Fréttir af Kiwanisklúbbnum Heklu.


Það hefur verið mikið að gera hjá Heklufélögum að undanförnu, 5. desember  var okkur boðið að halda sameiginlegan jólafund með Mosfells og Búrfells klúbbunum og var hann haldinn í boði Mosfells í Hlégarði.  Heklufélagar voru 20 með mökum og að þessu sinni buðum við 4 ekkjum látinna félaga. Það hefur verið hefð til margra ára að bjóða ekkjunum og oft hafa þær verið fleiri. Þessi fundur var til fyrirmyndar hjá félögunum í Mosfelli, jólastemming og hátíðlegur.  Boðið var upp á jólahlaðborð og

söng atriði. Prestur  var séra Gunnar Sigurjónsson prestur í Digraneskirkju í Kópavogi. Gunnar er mikill sögumaður og skemmtilegur. Að lokum þökkuðu forsetar Heklu og Búrfells fyrir frábærar móttökur og skemmtilegan fund.


22. desember heimsóttu nokkrir Heklu félagar vistheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi. Það hefur verið hefð að heimsækja vistmenn þar fyrir jólin og færa þeim jólagjafir, peningaupphæð og sælgæti í pokum.  Forseti  Heklu,   Sighvatur Halldórsson var með í för og fannst  heimsóknin  ánægjuleg og mjög gott starf sem klúbburinn væri að gera þarna með þessum gjöfum.

 

31. desember var haldinn Gamlársdagsfundur í hádeginu. Að þessu sinni var hann haldinn á heimili forsets, Sighvats Halldórssonar.  Forseti bauð upp á lax, síld og fl. Nokkur mál voru á dagskrá en mest rætt um þjóðmál og fleira. að lokum var skálað fyrir gamlaárinu og með von um að það nýja yrði gott ár.

 

6. janúar voru Heklufélagar með flugeldasýningu við Hrafnistuheimilin í Reykjavík og Hafnafirði.


Það var Björgunarsveitin Ársæll sá um  flugeldana og stjórnuðu sýningunni. Þetta heppnaðist mjög vel og íbúar heimilanna mjög ánægðir með þetta árlega framtak Heklufélaga. 


Heklufélagar óska öllum Kiwanisfólki gleðilegs árs og þakka fyrir samstarfið  á liðnu ári.