Kiwanis og aðventan!

Kiwanis og aðventan!


Aðventan er einn annamesti tími í Kiwanisstarfi þar sem klúbbar landsins eru með sínar stærstu fjáraflanir á þessum tíma til að nota söfnunarfé til að bæta samfélagið og gera það betra fyrir börnin okkar en Kiwanishreyfingin hefur það að aðal markmiði að hjálpa börnum heimsins. 
Það eru margskonar fjáraflanir sem Kiwanisklúbbar landsins hafa á sínum snærum um jólin t.d. að selja jólatré, jólasælgæti eða jóladót í skóinn. En til að styrkja og koma að ýmis konar viðburðum fyrir þá sem minna mega sín og svo mætti lengi telja þarf að afla fés.  
Þetta er aðal forsendan fyrir þvi að sjálfboðastarf geti

þrifist og auðvitað er kjölfestan þú kæri Íslendingur. En ekkert af þessu væri hægt nema vegna góðvildar og hugulsemi í garð náungans. Við í Kiwanis þökkum fyrir frábærar viðtökur sem við ávallt höfum fengið þegar við göngum í hús eða setjum upp fjáröflunarbása í verslunum eða á öðrum fjölförnum stöðum.  
Kiwanishreyfingin hefur starfað á Íslandi síðan 1964 og fer hún vaxandi og getum við ávalt tekið á móti nýju og áhugasömu fólki en Kiwanis er með fjölbreytt klúbbastarf og þar eru kvenna, karla eða sameiginlegir klúbbar. 

Kiwanis er alþjóðleg hreyfing sem starfar í þágu barna og líka þegar stóráföll bresta á svo sem náttúruharmfarir og núna berast hörmulegar fréttir af jarðskjálfta í Albaníu og þá er Kiwanis Children Fund sjóður Kiwanis International fljótur að bregðast við og mun veita aðstoð þar sem hennar er þörf.
Kæri Íslendingu það er ósk okkar að þið sýnið okkur þá vinsemd og hlýju mótökur eins og ávalt og við getum notað aðventuna hátíð ljóss og friðar til að bæta heiminn og samfélagið sem við búum í.

Tómas Sveinsson
Umdæmisstjóri 
Kiwanisumdæminu Ísland-Færeyjar