Vígsla iðjuþjálfunar á BUGL fimmtudaginn 19. des

Vígsla iðjuþjálfunar á BUGL fimmtudaginn 19. des


Vegna vígslu á aðstöðu til iðjuþjálfunar með búnaði sem er kostaður af landssöfnun  K-dags 2019
Var okkur í  K-dagsnefnd  og Umdæmisstjórn boðið og  mætti ég undirrritaður ásamt Eyþóri Einarssyni fráfarandi umdæmisstjóri og HaukiSveinbjörnssyni  til þessarar
vígslu á aðstöðu til iðjuþjálfunar og tók Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir iðjuþjálfi á móti okkur ásamt starfsfólki þar sem átt hefur sér endurbætur vegna myglu og þurfti að BUGL endurnýna áhöld og búnað það kom skýrt fram hjá Guðrúnu hversu mikilsvirði stuðningur K-dags er við stofnunina og fór yfir starfsemina og búnaðinn sem kominn er í notkun.

 Í þjálfunarherbergi er m.a. lítill 

klifurveggur, þrekhjól og annað til að hjálpa skjólstæðingum til að vinna með skynjun, líkamsvitund, jafnvægi og virkni. Aðstaðan er öruggt umhverfi fyrir börn og unglinga til að takast á við áskoranir og efla trú á eigin getu. Einnig er unnið með iðju í daglegu lífi, s.s. dagskipulag, eigin umsjá, leik- og tómtsundaiðju og skólaumhverfi. 
 
Í skynörvunarherbergi og slökunarherbergi er leitast við að ná fram slökun, auka eða minnka skynjun og efla líkamsvitund barna og unglinga. Markmiðin eru meðal annars að auka meðvitund um eigin líkama, bæta sjálfsmynd, minnka kvíða og streitu, örva tilfinningu fyrir líkamanum og umhverfinu, auka vellíðan og losa um spennu. 
 
Iðjuþjálfun á BUGL
Á BUGL vinna iðjuþjálfar í þverfaglegum teymum á göngu– og legudeild. Þeir sinna ráðgjöf, mati og íhlutun varðandi eigin umsjá, frítíma og samverustundir, skólafærni, félagsfærni, vinnu, skyn– og hreyfifærni ásamt málastjórn.
Með iðju er átt við þátttöku barnsins og færni við að inna af hendi dagleg
viðfangsefni á heimili, í skóla, við leik, tómstundaiðju og vinnu. Umhverfisþættir eru athugaðir og metið hvort þeir ýti undir eða torveldi þátttöku og virkni. Upplýsinga er aflað um ofangreinda þætti með ýmsum matstækjum. Kröfur eru aðlagaðar að getu hvers og eins og barninu kennt að nýta styrkleika sína.
Þegar börn eiga erfitt með að sinna sínum daglegu verkefnum á fullnægjandi hátt er það vísbending um þörf á mati og íhlutun iðjuþjálfa. Algengt er að sú færni breytist í kjölfar fötlunar, sjúkdóms eða álags. Börn geta átt erfitt með að annast sig sjálf, eiga í samskiptum við foreldra og vini, stunda skólann, sinna áhugamálum sínum og/eða njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða.
Íhlutun iðjuþjálfa
Eigin umsjá
Meta færni og þátttöku við eigin umsjá
• Auka færni og efla sjálfstæði við eigin umsjá, t.d. við klæðnað, snyrtingu
og borðhald
• Ráðgjöf varðandi skipulag og þátttöku í heimilisstörfum
• Ráðgjöf varðandi tímastjórnun
• Ráðgjöf/þjálfun varðandi slökun/skynörvun og svefn

Ráðgjöf varðandi frítíma og samverustundir fjölskyldu
Meta þörf og áhugasvið
• Upplýsingaöflun um hvað er í boði og hvert á að leita.
• Tenging við úrræði utan BUGL
• Kynning á tómstundum og tengdum úrræðum
• Ráðgjöf varðandi skipulag frítíma og tómstunda

Skólafærni
Mat nemanda á skólaumhverfi og mat á skynúrvinnslu tengdum skólaumhverfi
• Sjónarhorn nemanda á getu hans og líðan í skóla
• Ráðgjöf í skóla

Félagsfærni og sjálfstyrking
Mat á félagsfærni og sjálfsmati
• Félagsfærniþjálfun – í minni hópum og einstaklingsmeðferð
• Hópaúrræði – t.d. Ævintýrahópur og PEERS

Skyn- og hreyfifærni
Mat á skyn- og hreyfifærni
• Mat á skynúrvinnslu og áhrif þess á þátttöku einstaklinga í samfélaginu
• Mat á fín- og grófhreyfiþroska
• Skynörvun (grounding) er meðferðarform til að bæta jarðtengingu og
auka líkamsvitund barna og unglinga
• Ráðgjöf varðandi þyngingarábreiður og vesti
• Fræðsla og ráðgjöf til foreldra varðandi ofangreinda þætti
 
Það kom skýrt fram hjá starfsfólki hvað Kiwanis væri þeim mikils virði. Ég flutti stutta tölu þar sem ég greindi frá áherslum Kiwanis og hvað K-dagur hefið lagt til geðverndarmála í 45 ár. Eftir skoðun og kynningu á starfseminni var boðið upp á kaffi og meðlæti. Við þökkuðum fyrir okkur og það skiptir máli fyrir Kiwanis að sjá í hvað framlög K-dags færi í og stuðningur við BUGL félli vel að markmiðum Kiwanis. „Börnin fyrst og fremst“
 
Það eru 45 ár frá fyrsta K-degi sem haldinn er að jafnaði á 3ja ára fresti og nú í ár í 15. skipti.
Hér fylgir samantekt yfir styrktar verkefni til geðverndarmála sl. 45 ár og uppreiknað má áætla að í þessu 45 ár hafi safnast yfir 300 milljónir til geðverndarmála auk þess að opna umræðu um viðkvæman málaflokk.   
 
1974/77  Húsnæði Bergiðjunnar byggt fyrir söfnunarfé
1980/83  Byggt áfangaheimili við Álfaland í samvinnu við Geðverndarfélag Íslands.
1986 Uppbygging unglingageðdeildar við Dalbraut“
1989 Keypt húsnæði fyrir sambýli geðsjúkra í  Reykjavík og áfangaheimili á Akranesi.
1992 Kostuð veruleg  stækkun við Bergiðjuna.
1995 Íbúð keypt fyrir aðstandendur barna og unglinga sem voru í meðferð á Dalbraut.  Einnig fengu Bjarg á Akureyri og Sogn í Ölfusi hluta af söfnunarfénu.
1998 Söfnunarfé var varið til endurbóta á húsi Geðhjálpar  við Túngötu.
2001 Klúbburinn Geysir, samtök um gagnkvæman stuðning geðsjúkra, fékk fé varið var til húsnæðiskaupa, Hringsjá starfsþjálfun fatlaðara fékk fé til tækjakaupa og Áfangaheimilið að Álfabyggð 4,  Akureyri fékk fé til endurbóta á áfangaheimili geðfatlaðra.
2004 Geðhjálp og BUGL fengu afrakstur söfnunarinnar
2007 Geðhjálp, BUGL og Forma fengu afrakstur söfnunarinnar
2011 BUGL, Miðstöð foreldra og barna og Lautin á Akureyri, fengu styrki
2016    BUGL og Pieta fengu styrk að upphæð 9,5 milljónir hvor
2019 BUGL og Pieta fá styrk að upphæð 10 milljónir hvor
 
Gylfi Ingvarsson formaður K-dagsnefndar