Kynningarfundur á Höfn !

Kynningarfundur á Höfn !


Síðastliðinn laugardag var fundur haldinn í Pakkhúsinu á Höfn til kynningar og væntanlega stofnunar kvennaklúbbs Kiwanis á Höfn í Hornafirði. Á fundinn mættu Umdæmisstjóri og fulltrúar Formúlu og fjölgunarnefndar ásamt forseta Ós, en til stóð að það kæmu fimm konur frá Freyjum í Skagafirði en vegna þess að það gerði hret á okkur á þessum tímapunkti voru þær á Skype til að þurfa ekki að vera keyra alla þessa leið við erfiðar aðstæður og gekk þetta bara vel fyrir sig þrátt fyrir smá tengingarörðuleika. Fundurinn hófst kl 14.00 og sá karlpeningurinn um smá inngang og kynningu og síðan yfirgáfum við fundinn og tóku konurnar við. Á fundinn mættu sex konur en

einhver urðu forföll vegna óviðráðanlegra aðstæðna en þær sem komust ekki ætla samt að vera með í framhaldinu. Þetta voru hörku konur sem mættu og eru þær áhugasamar um málefni Kiwanis og ætla þær að hittast aftur eftir einn mánuð, þannig að vonandi skilar þessi vinna okkur nýjum kvennaklúbbi á Höfn.

TS.