Geðhjálp 40 ára !

Geðhjálp 40 ára !


Í gær var Geðhjálp 40 ára og var haldið upp á afmælið í húskynnum samtakana við Borgartún. Umdæmisstjóra var boðið ásamt Gylfa Ingvarsyni formanni K-dagsnefndar og færðum við Geðhjálp afmæliskveðjur frá Kiwanishreyfingunni, en þarna var okkur þakkaður stuðningur við Geðverndarmál ásamt öðrum velunnurum, en það er mikið starf sem Kiwanisfélagar og klúbbarnir hafa unnið í þágur þessa málaflokks sem enn í dag er hálfgert feimnismál í þjóðfélaginu.
Kiwanishreyfingin hefur ekki bara safnað fé til að styrkja málefni geðfatlaðra heldur

líka vakið nauðsynlega umræðu um geðverndarmál úti í samfélaginu, en það er líka tilgangurinn með K-degi. Heildarstyrkir uppreiknaðir eru komnir á fjórða hundrað miljóna og stefnum við ótrauð áfram að næsta K-degi sem verður 2022. Kiwanishreyfingin þakkar landsmönnum fyrir öflugan stuðning við við landsöfnunina en Kiwanisfólk vinnur alla sína vinnu í sjálfboðastarfi til að allt söfnunarfé skili sér til styrkþega landsöfnuninnar.

Tómas Sveinsson Umdæmisstjóri.